Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 40
KIRKJURITIÐ
ÍÖ8
vinna alls konar ódrengskaparverk fyrir flokk sinn, sem
þeim dytti ekki í hug að vinna öðrum kosti. Verði þeir
svo frámunalega ruglaðir sjálfbirgingar, að þeir haldi, að
þeir séu komnir í einhvern flokk útvaldra hjá Guði al-
máttugum, en hinn sami Guð hafi það á stefnuskrá sinni
að steypa mestum hluta mannkynsins í eilífa glötun, „þar
sem líf þeirra verður ævinlegt kvalalíf í sambúð við illa
anda, endalaus angist og örvænting án allrar vonar um
frelsun,“ eins og lengi var kennt í Barnalærdómnum, þá
er ekki nema eðlilegt, að þeir vilji hjálpa Guði sínum til
að koma þessum fórnarlömbum sem fyrst á bálið. Þannig
leiðir ljót trú alltaf til illrar breytni, og þannig voru trú-
villingabálin og galdrabrennurnar hinn þroskaði ávöxtur
útskúfunarkenningarinnar. Og af ávöxtunum skuluð þér
þekkja þá, sagði meistarinn.
Sú guðfræði, sem byggist á þessari meginhugmynd, á
því að mínum dómi ekkert erindi inn í íslenzka kirkju á
ný. Það er afturför inn í þá villu fortíðarinnar, sem búin
var að ala af sér margvíslega harðýðgi og hörmungar á
liðnum tímum kirkjunni til ósæmdar.
Þess vegna andmælti ég því, að verið væri að reyna að
vekja upp þessa afturgöngu á ný, enda þótt reynt sé að
setja á hana silkihatt nýtízkunnar og dulbúa hana eftir
föngum. Gegn um uppskafninguna skín samt sem áður
í hina ófrýnu ásýnd draugsins, sem bezt hefir magnazt á
þeim kirkjubitanum, þar sem trúarofstæki og mannhatur
hafa ráðið ríkjum. Þess vegna nefni ég þessa trú, sem
ætlar djöflinum ávallt stærra hlut, trúna á dauðann og
djöfulinn.
Trúarlífi mannkynsins má líkja við frum-
Afturhvarf skóg, þar sem ægir saman alls konar gróðri.
til villi- Hvers konar skuggagróður og illgresi vex
mennskunnar. þar innan um tígulegustu tré. Trén eru
hinar göfugu trúarhugsjónir snillinganna,
skuggagróðurinn hin frumstæða hræðsla við guðinn, kom-