Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 40

Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 40
KIRKJURITIÐ ÍÖ8 vinna alls konar ódrengskaparverk fyrir flokk sinn, sem þeim dytti ekki í hug að vinna öðrum kosti. Verði þeir svo frámunalega ruglaðir sjálfbirgingar, að þeir haldi, að þeir séu komnir í einhvern flokk útvaldra hjá Guði al- máttugum, en hinn sami Guð hafi það á stefnuskrá sinni að steypa mestum hluta mannkynsins í eilífa glötun, „þar sem líf þeirra verður ævinlegt kvalalíf í sambúð við illa anda, endalaus angist og örvænting án allrar vonar um frelsun,“ eins og lengi var kennt í Barnalærdómnum, þá er ekki nema eðlilegt, að þeir vilji hjálpa Guði sínum til að koma þessum fórnarlömbum sem fyrst á bálið. Þannig leiðir ljót trú alltaf til illrar breytni, og þannig voru trú- villingabálin og galdrabrennurnar hinn þroskaði ávöxtur útskúfunarkenningarinnar. Og af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá, sagði meistarinn. Sú guðfræði, sem byggist á þessari meginhugmynd, á því að mínum dómi ekkert erindi inn í íslenzka kirkju á ný. Það er afturför inn í þá villu fortíðarinnar, sem búin var að ala af sér margvíslega harðýðgi og hörmungar á liðnum tímum kirkjunni til ósæmdar. Þess vegna andmælti ég því, að verið væri að reyna að vekja upp þessa afturgöngu á ný, enda þótt reynt sé að setja á hana silkihatt nýtízkunnar og dulbúa hana eftir föngum. Gegn um uppskafninguna skín samt sem áður í hina ófrýnu ásýnd draugsins, sem bezt hefir magnazt á þeim kirkjubitanum, þar sem trúarofstæki og mannhatur hafa ráðið ríkjum. Þess vegna nefni ég þessa trú, sem ætlar djöflinum ávallt stærra hlut, trúna á dauðann og djöfulinn. Trúarlífi mannkynsins má líkja við frum- Afturhvarf skóg, þar sem ægir saman alls konar gróðri. til villi- Hvers konar skuggagróður og illgresi vex mennskunnar. þar innan um tígulegustu tré. Trén eru hinar göfugu trúarhugsjónir snillinganna, skuggagróðurinn hin frumstæða hræðsla við guðinn, kom-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.