Kirkjuritið - 01.04.1950, Síða 46
114
KIRKJUROTÐ
Annars er þetta ergelsi þeirra út af barneign Gunnars
lítt skiljanlegt, þar sem ekki verður annað séð af sög-
unni, en að hinn villuráfandi sauður hafi beinlínis frels-
azt fyrir hana, og mundi hafa farið til helvítis öðrum kosti.
Má þess því vænta, að englarnir á himnum hafi glaðzt
yfir þessum syndara, og situr þá illa á sr. Sigurbirni að
vera með ólund.
1 þessu sambandi má minna hann á það, sem Kristur
sagði við Farísea sinnar tíðar: Sannlega segi ég yður, að
tollheimtumenn og skækjur munu ganga á undan yður
inn í guðsríkið.
Þegar athuguð er sú trúarstefna, sem sr.
Séra Matthías Sigurbjörn er að berjast við að vekja upp
óvirtur. úr gröf sinni á Islandi, þá verður ekki ann-
að sagt en að hann óvirði sr. Matthías frek-
lega, með því að vitna í Ijóð hans máli sínu til framdrátt-
ar, því að gegn öllum þeim trúarhugmyndum, sem sr.
Sigurbjörn dáir mest, barðist séra Matthías af mestum
skörungsskap, andríki og vitsmunum sinna samtímamanna
á Islandi, og mátti segja, að hann kvæði þær í kútinn.
Þarf eigi annað en líta í Ijóð hans og bréf, til að sann-
færast um þetta.
Séra Matthías taldi, að framtíðin hefði ekkert með
orþodoxíuna að gera, nema sem forngrip. Það væri jafn-
ógerlegt þeim, sem nú lifðu, að tileinka sér hana og lifa
upp aftur liðna tíð. Menn yrðu að fylgjast með sannleiks-
stríði veraldarinnar. Hann segir, að það sæki að sér sorg
með hríðum yfir orþodoxu kirkjunum. Því að þegar horft
sé aftur í aldirnar, en aldrei fram á við, þá sé allt guð-
legt kennt andlaust, vitlaust eða aftur á bak. Menn geti
ekkert guðlegt séð, nema gegnum skjáglugga.
Jóni vini sínum Bjarnasyni skrifar hann 1876 um Kvöld-
söngva sína í Reykjavík: „Mitt kennimannlega prógram
ér eiginlega að sýna þeim, sem vilja sjá, að menn hafi
enga trú, heldur humbúg, ímyndun, hjátrú, kreddur, svo
og bendi ég á vissar guðleysur og göt í traditionunum,