Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 48

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 48
116 KIRKJURITIÐ með Farrar þverneita) er hann ekki Kristur! .... After all, these things are mostly abstractions without much real worth or reality. Gagnvart Guði og Univers- inu erum við óendanlegar smæðir! Veiztu samt að end- ingu hvað? Ég sé sigur í öllu góðu (vel að merkja: góðu!). En hvað er gott? Svar: Development of mind in true har- mony with our existence, þ. e. God and his universe." (Bls. 290—292). Til sama 1892: „Lát mig framfylgja til æviloka æskustefnu okkar beggja. Mínum ideum hefi ég verið trúr frá barnsbeini og vona ég verði til dauðans — þeim ideum, að leita sann- leikans in spite of every authority, whatever the result may be!“ (Bls. 312). Til séra Valdimars Briem 1891: „Þeirra gorgeir þar vestra er óþolandi. Otskúfunarlær- dómurinn er sá langversti úlfur í kirkjunnar hjörð; hann eyðir meiru en allir vargar til samans. En af því fáir hér á landi þekkja þá discussion ... er vandræði að ráðast á þann villulærdóm sem aðrar vitlausar dogmur, sem for- djarfa sanna guðstrú . .. Þú lofar „Sam.“ og séra J. B. miklu meira, því miður, en hæfilegt er. Þeirra kristin- dómur og kirkja er einungis reaktionær eftirstæling og tildur eftir aumri og obscurantiskri tízku hinna lakari trúarflokka þar í landi“ (bls. 393—394). Til sama 1911: „Dogmatikin þarf öll að hrynja — fara sömu leið og játningarritin þeirra séra J. B. Og svo? Og svo jafnframt þarf tíminn og framtíðin að bæta oss upp, hafi nokkuð glatazt. En ég sé ekki, hvað það skyldi vera, sem glat- aðist“ (bls. 443). Til sama 1914: „Ég vil fara með „Guðs orð“ eins og hvert annað orð, með einurð og djarfleik. Guð skoðum við ekki lengur sem harðstjóra, né okkur sem þræla ... Hér dugir ekkert autoritet nema vísindi og heilbrigð skynsemi . .. Eitt er

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.