Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 51

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 51
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 119 og víðskyggn andi, þá duttu honum svona hlutir í hug. Hann skildi það, að sönnum guðsmönnum eru allir veg- ir færir til himnaríkis, en vesalingarnir kafna í sínu and- lega pestarlofti. Ég býst við, að það væri ofætlun að fara fram á það við sr. Sigurbjörn, að hann reyni að gera sér einhverja hugmynd um það, hvor þeirra sr. Matthíasar muni verið hafa meiri andans maður. Hann sýnist ekki vera líklegur til að skilja hugsunarhátt andlega fullveðja manna. En í bróðerni má benda honum á það, fyrst hann alltaf rennir augunum til einhverra andlegra kramara úti í löndum, áður en hann dirfist að hafa nokkra skoðun sjálfur, hvort honum gæti þá ekki verið eins hollt að velja sér andlegan fulltrúa nær sér, t. d. ekki minni andans mann en séra Matthías, enda þótt hann væri ekki annað en Islendingur. Það er stórmerkilegt, að maður, sem er Syndafall og kennari í samstæðilegri guðfræði við há- gerspillingar- skóla, skuli láta sér þau orð um munn fara, kenning. að það hafi „aldrei verið kristin kenning, að manneðlið sé gerspillt í þeirri merk- ingu, að það sé eyðilagt, gersamlega vont.“ Það er eins og hann hafi aldrei litið í rit Páls postula, Ágústinusar, Lúthers og Calvins, svo að einhverjir séu nefndir. En ef hann hefir aldrei komið auga á þetta undir- stöðuatriði þeirrar guðfræði, sem hann læzt trúa, er það vísast, að það sé vonlaust að koma honum í skilning um Það hér eftir. Benda má þó á það, að í sömu andránni og hann kemur með þessa furðulegu staðhæfingu, þykist hann sanna mér það af tilvitnun í Mark. 7, 21 nn., að Jesús hafi sjálfur haldið fram gerspillingu mannlegs eðlis. Er þetta ákaflega táknrænt fyrir rökvísina í þessari ritsmíð. Sam- kvæmt þessu ætti Kristur sjálfur ekki að hafa haldið fram kristinni kenning! Annað mál er það, að hin tilvitnuðu orð segja ekkert Urn það, að eðli mannanna sé yfirleitt gerspillt. Allir vita, nema þessir miklu guðfræðingar, að til er bæði það, sem 9

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.