Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 56
124
KIRKJURITIÐ
þeim því, að ef þau geri það, skuli þau vissulega deyja.
Segir höggormurinn þeim nú, að ekki muni þau deyja,
heldur stafi þetta bann af því, að Guð viti, að jafnskjótt
sem þau eti af ávextinum, muni augu þeirra ljúkast upp
og þau muni verða eins og Guð, að vita skyn ills og góðs.
Skilja þau þá ekki, að það geti verið mikil synd að vilja
þekkja greinarmun góðs og ills og eta af ávextinum. En
af þessu verður Gyðingaguðinn bálreiður, rekur hina fyrstu
foreldra út úr Paradís og bölvar jörðinni þeirra vegna:
„Og Jahve Guð sagði: „Sjá, maðurinn er orðinn sem einn
af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að
hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré
og eti, og lifi eilíflega. Og hann rak manninn burt og
setti Kerúbana fyrir austan Eden-garð og loga hins svip-
anda sverðs, til að geyma vegarins að lífsins tré.“
Þetta er nú hið forna ævintýri úr barnæsku Gyðinga-
þjóðarinnar, sem guðfræði sr. Sigurbjarnar er grundvöll-
uð á. Samkvæmt því er Guði meinilla við, að mennimir
þekki greinarmun góðs og ills, reyni að líkjast honum,
eða vilji lifa eilíflega. Hann er eins og árvökull harð-
stjóri, sem reynir að verja sérréttindi sín, en tekst það
ekki, því að djöfullinn leikur á hann. Mennirnir mega eng-
an vilja hafa, ekki einu sinni í því að líkjast Guði, heldur
eiga þeir að hlýða í blindni. En hafi þeir nú ekki þekkt
greinarmun góðs og ills áður en þeir átu eplið, við hvern
hafði þá Guð að sakast, nema sjálfan sig, sem skapaði þá
þannig? Ekki gátu mennirnir þá vitað, fyrr en eftir á, að
þetta væri svona stór synd að vilja líkjast Guði. Þeir
höfðu ekkert siðferðisskyn áður.
Svo tekur djöfullinn við stjórninni, og Guð fær við
ekkert ráðið, jafnvel þó að hann geri heiðarlegar til-
raunir til að drekkja þorra mannkynsins og ala upp úrvals-
fólk af kynstofni Nóa. Þegar Móse er með þessa útvöldu
þjóð á ferð um eyðimörkina, er Guð svo sárgramur, að
hann segir við Móse: