Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 58
126
KIRKJURITIÐ
vegar engin vorkunn. Þeir ættu að skilja, að engin fram-
bærileg ástæða er til fyrir því að trúa beri á fyrstu Móse-
bók sem óskeikula sögulega heimild.
Sá Guð, sem I. Mósebók talar um, er allt annar en Guð
Jesú Krists. Það er guð reiðinnar, guð hinnar frumstæðu
hræðslu og óþroskaðrar siðavitundar. Hinir kreddublindu
bókstafstrúarmenn rugla þessum guðum alltaf saman í
guðfræði sinni, unz úr verður fullkominn óskapnaður, en
dýrka þó einkum guð reiðinnar.
Þrátt fyrir það, geri ég varla ráð fyrir, að neinn þeirra
mundi vilja senda sín eigin börn í eilífar kvalir, ef hann
réði einhverju um, jafnvel þótt þau væru eitthvað brek-
ótt og hefðu lítið komizt í kynni við heilagan anda eða
„frelsazt" í söfnuði trúaðra.
Svo blindir geta menn orðið í rétttrúnaðinum, að þeir
ætla Guði sínum miklu verri fólskuverk en þeim mundi
sjálfum koma til hugar að fremja.
Það hefir oft verið bent á, að trúin hljóti ávallt að ná
út fyrir það, sem skilningurinn nær, sérhver trúarhugsun
hljóti ávallt að enda í mystik. Þetta er í sjálfu sér rétt.
Auðvitað nær skilningur mannanna ekki langt í því að
útskýra leyndardóm alheimsins. En þar með er ekki sagt,
að nokkur ástæða sé fyrir hendi að trúa beri því, sem
hneykslar skynsemi- og réttlætiskennd vora, aðeins af því,
að einhverjir hafa trúað því á liðnum öldum. Vér vitum,
að villan hefir verið svo mörg í hugsanalífi liðinna kyn-
slóða, að engu meiri ástæða er til að trúa á óskeikulleik
þeirra í trúarefnum en t. d. í náttúruvísindum. Hér verður
hver kynslóð að hafa það, sem henni sannast þykir. Ann-
að er ekki hægt, ef trúin á ekki að verða dauð kredda
eða hræsni.
Engin lífsskoðun getur orðið undirstaða sannrar menn-
ingar, nema hún sé byggð upp af hugsun og skynsemi. All-
ar raunverulegar framfarir eiga rót sína að rekja til þessa.
Því er heldur eigi hægt að fyrirlíta skynsemina í trúar-