Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 61

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 61
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 129 tækifæri til að láta lífstíð vora — hina einu lífstíð, sem vér eigum kost á — verða oss til þess, að vér reynumst klæddir en ekki naktir á þeim degi (II. Kor. 5, 3) ... En þegar það er sagt greinilega í Gal. 3, 27: Allir þér, sem skírðir eruð til Krists, þér hafið íklæðzt Kristi“, þá er sú íklæðing, sem postulinn hvetur kristna menn til ... greinilega þannig, að vér eigum ávallt að verða það á ný, sem vér erum þegar orðnir, það er að segja menn, sem Jesús Kristur er þegar dáinn og upprisinn fyrir, sem þeg- ar standa undir nafni hans, sem þegar eru upphafnir og íaldir í persónu hans, sem þegar eiga hann að fulltrúa, leiðtoga og Drottni fyrir þennan vonda dag. Vér megum ekki og eigum ekki að gera neitt nýtt eða sérstakt, aðeins endurtaka þetta með játningu munns vors og með trú hjarta vors, og þannig staðfesta og endurnýja samfélag vort við Krist, sem vér eignuðumst í skírninni . . . Þetta er raunverulega allt, sem þarf að gerast“ (bls. 202—203). Enn segir Barth, að þegar talað sé um hertygi hins kristna manns, sé ekki um neina mannlega eiginleika né rnöguleika að ræða. Allur slíkur vopnaburður sé einskis virði. ,,Hið algera alvæpni, sem postulinn talar um, er ekki til í vorri eign, og það er alls ekki á voru valdi. Hvatning- in til að íklæðast alvæpni er hvorki hvatning til innri djúphyggju, auðgunar, hreinsunar né betrunar, né held- ur hvatning til neins konar ráðstafana né verka. Hvatn- ingarorð postulans ber ekki að skilja í þeirri merkingu, sem felst í boðskapnum um „siðferðilega hervæðingu", og hefir borizt til vor þessi síðustu ár . . . Þegar um hertygi vor í þessari síðustu og hættulegu úrslitabaráttu er að ræða, þá látum oss varast allan sannleika, allt réttlæti, allan boðskap, alla trú og allan kærleika, alla anda og öll °rð, sem ekki eru sjálfur Guð og hans eiginleikar, hans verk, hans englar og gjafir ... Það, sem mest veltur á, er að hafa nógu lítið með sér af hertygjum úr sínum eig- in herbúðum! Þau yrðu aðeins til óþæginda“ (bls. 195 —196).

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.