Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 63
TRÚIN Á DAUÐANN OG DJÖFULINN 131
Ég sagði í ritgerð minni, að Barth hefði algeriega snúið
baki við rökrænni hugsun og teldi, að trúin ætti ekkert
sameiginlegt við heiminn og almennar siðmenningarhug-
sjónir. Þessi ritgerð sannar það eins glöggt og verða má.
Sá maður, sem telur, að bezt sé að hafa sem minnst af
þessu meðferðis á dómsdegi og telur það að engu nýtt,
jafnvel þjónustu við djöfulinn, táknar fullkomna reac-
tion gegn skynsemi og „siðferðilegri hervæðingu". Þetta
er enginn sleggjudómur eða útúrsnúningur, heldur blátt
áfram einföld ályktun af gefnum forsendum.
Hvernig verður svo hin útþynnta guðfræði eftirapar-
anna?
Það stendur ekki á því, að sr. Sigurbirni þyki skrif-
borðsvizka og skynsemi lágkúruleg, nefnir skynsemina
jafnvel ,,skynsemsku“ í lítilsvirðingarskyni.
En þegar búið er að bera alla skynsemi fyrir borð, þá
bggur það í augum uppi, að engin takmörk eru fyrir því,
út í hvaða fjarstæður og vitleysur guðfræðin getur lent.
Karl Barth er af mörgum talinn frægasti guðfræðingur
vorra tíma. Ef þetta er tindurinn á nýjustu tízku guðfræð-
innar, þá mun ég standa við þau orð, að guðfræði nútím-
ans sé í öldudal og niðurlægingu.
Hörmulega ber séra Sigurbjörn sig út af
því, hversu honum þykir Víðförla sínum
lítill gaumur gefinn. Á synodus í sumar
bar hann sig upp undan því, að gleymzt
hafði að geta hans í skýrslu biskups, með
því að biskup vissi ekki, hvort ritið var lif-
andi eða dautt, enda kvaðst hann sjaldan lesa það. Nú
kvartar sr. Sigurbjörn yfir því, að Kirkjuritið hafi ekki
getið þessa bókmenntaviðburðar fyrr en seint og síðar
ineir, og þá ekki fallið í stafi af hrifningu. Mikil dæmalaus
vandræði! Ekki tek ég nú þetta samt að mér, því að ég
hefi alltaf lesið Víðförla af stökustu þolinmæði, eins og
ritstjóranum er kunnugt, og lít á hann sem eitt af furðu-
verkum vorra tíma.
Hinar
guðdómlegu
opinberanir
Víðförla.