Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 66

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 66
134 KIRKJURITIÐ Ekki er að furða, þótt Víðförli sé hrifinn og telji það „tímabært" að boða löndum sínum þessa „réttu trú“. 1 samræmi við þetta er bent á það á bls. 63, að það sé játningin, sem mestu varðar í kirkjunni. Með engu móti má hver maður syngja með sínu nefi, heldur verð- ur sá söngur að fara fram gegn um nef miðalda guðfræð- inga. Þó hvarflar það að höf. rétt á eftir, alveg í mótsögn við þetta, að ekki eigi einhverjir útvaldir að hugsa fyrir alla aðra. Guðfræðin eigi að vera fræðileg, hleypidómalaus og alhliða rannsókn á kristinni trú. Verk hennar verði að framkvæmast að nýju með hverri kynslóð. Það sé dauð guðfræði, sem ekki sé annað en upptugga, dauði fyrir kirkju, að hafa ekki annað en gamla guðfræði. Lesandinn verður steinhissa á þessari skyndilegu hug- ljómun á þessum stað. En viti menn! Málið upplýsist, þeg- ar blaðinu er snúið við. Sú „gamla guðfræði", sem hér er um að ræða og orðin er svo dauð-hættuleg íslenzku kirkjunni, er frjálslynda guðfræðin, sem ruddi sér hér til rúms eftir aldamótin síðustu. „Síðan hefir mikið vatn til sjávar runnið,“ segir höf. með alvöruþunga, „og miklu ver- ið afkastað í guðfræði. Þessir vindar hafa gjörsamlega farið fram hjá Islandi (o: vindurinn úr Barth og Hallesby). Vér erum orðnir a. m. k. aldarf jórðungi á eftir tímanum. íslenzk guðfræði hefir staðnað í viðhorfum liðins tíma. ... Islenzk kristni hefir einangrazt. Þess vegna er hægt að halda hér fram sem fræðilegum nýjungum stefnum, af- stöðu og úrlausnum, sem búið er að afgreiða á málþingi alþjóðavísinda, strika út af dagskrá og vísa yfir í forða- búr lærdómssögunnar.“ Já, ekki er nú ástandið gott, samkvæmt þessari alvöru- þrungnu hrópandans rödd! Islendingar orðnir 25 ár á eft- ir tímanum í guðfræðinni! En hvar er þá Lúther staddur í tímanum, sem helzt á að hafa „trú rétta“, eftir upplýs- ingum sama málgagns, og postullega trúarjátningin, sem óleyfilegt er að hugsa upp að nýju?

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.