Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 68

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 68
136 KIRKJURITIÐ mannspartar verða ofan á um lengri eða skemmri tíma, eða a. m. k. einhver tilraun gerð til að bæta lífernið, þó oft vilji síga í sama horfið aftur. Víst er um það, að margir þessara manna verða sælir í sinni trú. „Þegar ég tek upp annan fótinn, segir hann: ,,dýrð“, þegar ég lyfti hinum, segir hann: „amen“, og svona halda þeir áfram alltaf meðan ég er á gangi“, segir einn af þessum frelsingjum. Merkilegir fætur það, og merkilegt sálarástand. En oft er svo líka hitt, að sáluhjálpin sú hin nýja verð- ur aðeins „sama hras i öðrum myndum.“ Þetta kemur til af því, að undirmálstilfinningin snýst i ofmetnað. Og á því er stór hætta. Maðurinn, sem hyggur sjálfan sig allt í einu hafinn úr dýpstu niðurlægingu í hóp útvaldra hjá Guði, lifir auðvitað í barnalegri ímyndun, sem getur von bráðar leitt hann út á glapstigu. Hann er aðeins laus við hræðsluna og líður að því leyti betur, en andlegur þroski hans hefir sáralítið breytzt. Hyggur hann nú, að allir menn verði að fara sömu leið og hann hefir farið, og vill þrýsta öllum í sitt andlega krypplingsmót. Er það eins og þegar bæklaður maður ætl- ar að fara að kenna leikfimi. „Otvalningin" stígur honum til höfuðs. öllum er vísað til helvítis, sem ekki standa á sama vitsmunastigi. Með þröngsýni sinni og trúarofstæki verður hann samborgurum sínum iðulega til leiðinda, þeim, sem ekki eru svo umburðarlyndir að brosa að þessu. Yfirleitt þarf drjúgt sjálfsálit til að geta þannig um- svifalaust úrskurðað sjálfan sig í flokk Guðs útvaldra. Og þó að menn þessir skríði mjög fyrir Guði sínum, með því að þeir hyggja honum það þóknanlegt, og auðmýkt þeirra sé oft mikil á yfirborðinu, þá stendur það venjulegast grunnt og er ekki annað en hræsni ein. Tökum t. d. „frelsun" sr. Sigurbjarnar eins og hann skýrir sjálfur frá henni í Játningum. 1 fljótu bragði virð- ist hann vera ákaflega bljúgur, og vill jafnvel telja les-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.