Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 70
138
KIRKJURITIÐ
um skyldi ekki notast betur andríki þessa mikla vitrings,
sem áreiðanlega stendur hvergi að baki ýmsum smærri
spámönnum Gyðinga. En hvernig mátti það verða? Mað-
urinn var Islendingur!
Þegar maður sökkvir sér niður í sálarástand hinna
„frelsuðu", þá er það mikill ævintýraheimur.
Guðir og djöflar gægjast þar úr hverri gátt og sálir
fordæmdra ýlfra þar eins og útburðir í klettagjá. Uppi á
háalofti syngja englarnir sinn hallelúja-söng, meðan stun-
ur berast úr kjallaranum, þar sem kölski skarar í glæð-
urnar.
Það er hægt að hafa gaman af þessum miðalda-hugs-
unarhætti hjá einstaka hérvillingi. Ég hefi þekkt frelsaða
menn, sem daglega töluðu við Drottin sinn, eins og hann
væri hlaupastrákur hjá þeim, enda þóttust þeir vita all-
ar hans innstu hugrenningar. Auðvitað fór allt, sem máli
skipti í kristindóminum, fyrir ofan garð og neðan hjá
þeim. Trú þeirra var svo mikil skrípamynd af kristindóm-
inum, að hún fældi menn frá honum í stórum hópum. I
þessu eru meginafrek hinna ,,frelsuðu“ fólgin, að þeir eru
eins konar hræður, sem fæla hugsandi menn burt frá trú-
arbrögðunum.
Og meðan þeir í fávizku sinni óvirða kristindóminn og
spilla fyrir málefni hans, ímynda þeir sér, að þeir séu
„rödd hins talandi Guðs“, og eigi ekkert eftir, nema setja
upp dýrðarkórónuna, og ganga til sætis með postulunum
í hinni fámennu hjörð útvaldra, meðan öllum hinum er
steypt í eilífa glötun.
Já, sæl er víst þessi trú, þessi takmarkalausi sjálfbirg-
ingsskapur og ánægja yfir allri vitleysunni, þessi hátíða-
svipur yfir hégóma og andlegri eymd!
Og nú, úr því komið er út í þessa sálusorg, vil ég að
lokum ráðleggja kunningja mínum sr. Sigurbirni hið sama,
sem séra Matthías ráðlagði sr. Jóni Bjarnasyni: „Berðu
þig að læra húmor!“
Það er andlegt heilsulyf, þegar hátíðleikanum er farið