Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 72

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 72
Samtíningur innan lands og utan. 1 Bandaríkjum N. A. eru íbúar taldir vera kringum 148 milj. Af þeim eru rúmlega helmingur, eða 77 miljónir, skráðir meðlimir einhverrar kirkjudeildar. 1 árbók amer- isku kirknanna 1949 er þetta talin vera hæsta meðlima- tala, sem kirkjurnar hafa nokkru sinni haft. Af þessu fólki eru 46 milj. mótmælendur, 25 milj. rómv.-kaþ., 5 milj. Gyðingar og 1 milj. grísk-kaþólskir. Talið er, að 30 c/o af meðlimum trúfélaganna séu nokkurn veginn stöðugir kirkjugestir. — Það mundi þykja allgóð kirkjusókn í flest- um söfnuðum hér á landi. ★ „Það er meiri þörf á að bæta prestana heldur en fækka þeim,“ sagði sr. Björn í Laufási( faðir Þórhalls biskups) þegar tíðrætt var um prestafækkun. ★ Á árinu 1949 sóttu næstum eitt þúsund stúdentar um innritun til guðfræðináms í Englandi. Þetta eru næstum því helmingi fleiri heldur en kirkjan þarf, því að þar í landi er þörf fyrir ca 600 nýja presta á ári hverju. Guð- fræðinemum í Bretlandi hefur farið fjölgandi síðan á stríðs- árunum. Merki um það sama virðast vera sjáanleg hér á landi. 1 síðasta hefti Kirkjuritsins voru taldir upp 32, sem nú eru innritaðir í Guðfræðideild Háskólans. ★ Blöðin sögðu frá því, og töldu tíðindum sæta, að í byrjun kosningabaráttunnar gengu foringjar stjómmálaflokkanna

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.