Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 75

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 75
Séra Pétur Hjálmsson. Elzti prestsvígði maðurinn með löndum vorum vestan hafs lézt 30. jan. síðastl. Það var séra Pétur Hjálmsson, er um skeið þjónaði söfnuðum Islendinga í Alberta. Hann var fæddur 15. maí 1863 að Norðtungu í Þverárhlíð, sonur Hjálms bónda og alþing- ismann Péturssonar og Helgu Árnadóttur konu hans. Hann nam búfræði í Ólafsdal, en varð síðan barnakennari í Hnífsdal 1883—1885. Þá hóf hann nám í Latínuskólanum og varð stúdent 1891. Ári síðar lauk hann Profi í forspjallsvísindum við Kaupmannahafnarháskóla °§ embættisprófi í guðfræði við prestaskólann hér 1895. Næstu 3 árin fékkst hann við unglingakennslu og bók- færslu. Árið 1899 fór hann vestur um haf til Canada og vann þar og í Bandaríkjunum ýmsa vinnu 1899—1902. Hann var trúboði Evangelisk-lúterska kirkjufélagsins og ^tundaði framhaldsnám við prestaskóla í Chicago 1902—3. að ár vígðist hann til prestsþjónustu fyrir Islendinga í Álberta og settist að í Markerville. Árið 1908 lét hann af P^stsskap 0g stundaði síðan búskap í Markerville og bjó P^Jög laglegu búi. Hann var kvæntur Jónínu Jónsdóttur, °nda í Eskiholti í Borgarfirði, og lifir hún mann sinn. . i varð þeim barna auðið. Séra Pétur var blindur mörg efri arin- Hann átti seinast heima í Innisfall i Alberta og audaðist þar. Séra Pétur Hjálmsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.