Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 78

Kirkjuritið - 01.04.1950, Blaðsíða 78
146 KIRKJURITIÐ „Menn segja það," varð Eiríki að orði. „En rödd Guðs á sér- hver maður að hlýða og henni einni. Og rödd Guðs er skýr, og þarf því enginn að efast um hana." Ég laut höfði til sam- þykkis. Mér fannst ég skilja, hvað hann átti við. „Guð er allsstaðar," hélt hann áfram. „Hann er í blómunum, skýjun- um og hið innra með okkur. Guð er í alheimsgeimi og Guð er í sjálfum oss. Bara, að við gættum þess sem vera bæri!" Mér fannst ég verða að gjöra þessa athugasemd: „Að ég rakst hingað inn var þó einskær tilviljun og á ekkert skylt við innri köllun." Eiríkur leit alvarlega á mig og segir svo með mikilli áherzlu: „Ertu nú alveg viss um það? Verið gæti, að einhver þurfi á hjálp þinni að halda hér á slóðum og það hafi eftir allt saman verið Guð, sem stýrði göngu þinni hing- að.“ Ég gat varla varizt brosi og mælti: „Hér er að minnsta kosti engum að hjálpa." „Jú, ég þarfnast hjálpar þinnar," mælti Eiríkur alvarlega. „Svo er mál með vexti, að snemma í morg- un vatzt annar fóturinn illa undir mér. Það kom mér reglu- lega illa. Ég er matarlaus hér í kofanum, en ætlaði mér i kaupstað í dag. IMú kemst ég ekki spannarlengd hjálparlaust. Ég get aðeins setið þar sem ég er kominn og beðið. Stundum líða heilir dagar — já, jafnvel vikur — án þess að hér beri gest að garði. Fyrst greip mig sár kvíði, er ég hugsaði út í það. En brátt breyttist kvíðinn í trúnaðartraust. Ég vissi sem var, að Guði myndi kunnugt um, hvernig komið væri fyrir mér, og að hann myndi ekki bregðast mér. Það leið heldur eigi á löngu þangað til ég heyrði rödd hans mæla: „Vertu óhræddur, Eiríkur í kofanum, þér verður bráðum hjálpað." Nokkru síðar leizt þú svo inn til mín. Ég átti von á þér eða öðrum. Og geturðu nú haldið því fram í alvöru, að þig hafi borið hingað af tómri tilviljun?" „Nei," svaraði ég; „það lítur út fyrir, að einhver hafi verið í ráðum með mér." „Já, það er vissulega satt," mælti Eiríkur. „Rödd Guðs hlýdd- irðu, að ósjálfráðu þó.“ Ég gerði að meiðslum gamla mannsins til bráðabirgða og skipti nesti mínu milli okkar. Svo sneri ég aftur til bæjarins og lét vita, hvernig komið væri fyrir honum. Ég gekk sömu leið til baka, en nú fannst mér allt breytt. Ég hafði lifað ógleymanlega stund. Ég hafði þreifað á, að skemmtiganga, sem stofnað var til án nokkurs sérstaks tilgangs af minni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.