Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 80

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 80
148 KIRKJURITIÐ og eindregið, frá staðfestingu. Skoðanamunurinn um þýðing- una stafar af mjög, ger-ólíkum sjónarmiðum á því, hver til- ætlunin eða takmarkið sé með Biblíu-þýðingu. Þýðingamefnd- in lagði aðaláherzluna á viðeigandi, tímabært málfar. Gagn- rýnendur hafa á hinn bóginn fett fingur út í skort á (linguist- iskum) máleðlislegum stíl og eingóðri málsfyllingu og greini- legri, sem stafi af því, að þýðingamefndin hafi einskorðað sig um of við hið svo nefnda hversdagslega mál. Inn í þennan skoðanamun um sjálfa þýðinguna hafa svo seytlazt ólík, guð- fræðileg sjónarmið. Prófessor í Nýja testamentis ritskýring- arfræði (exegetík), Jóhannes Munck í Árósum, hefir þannig haldið því fram, að þessi nýja þýðing sé of mjög blæbrugðin guðfræðilegu tímabili — „frjálslyndu guðfræðinni" — sem nú megi telja liðna hjá, og þýðingin verði því bráðlega á eftir timanum, háöldmð. En það, sem mesta athygli vekur, er að Nýja testamentis-þýðingin skyldi verða staðfest, þrátt fyrir yfirlýsta samhljóða andúð og einróma mótmæli allrar guð- fræðideildar annars háskólans í landinu. n. Hitt atriðið, að konur gerðust prestar og gegndu prests- embætti, hefir áður borið á góma. Vakti það allmikið umtal, og úrlausnar þörf, eins og kunnugt er. Var í fyrstu bent á þá leið, til hagnýtrar samkomulags-úrlausnar á málinu, að leysa skyldi stiftis-bandið (svarar í þrengri merkingu til sókn- arbandsins hér á íslandi) fyrir kvenprest þann og söfnuð, sem heyrði undir þann biskup, sem væri því mótfallinn að vígja kvenpresta. Þetta komst þó ekki í framkvæmd. Þess í stað var farin önnur leið. Samin og samþykkt ný lög um þessi efni. Samkvæmt þeim getur hvaða biskup, sem þess óskar, sótt um lausn frá því að hafa umsjón með tilteknum prest- um og tilteknum söfnuðum. Getur þá þessi prestur og söfn- uður fært sig inn undir umsjá og forráð þess biskups, sem er fús á að hafa þessa yfirstjórn með höndum. Þessi lög gerðu framkvæmanlega vígslu utanþjóðkirkjukjörsafnaðar-kven- prestsins á Lálandi, eins og kunnugt er. Plum, Lálands- og Falsturs-biskup sagði af sér forsjá þessa prests og safnaðar, sem færðist þá undir umsjá öllegaards biskups í Fjóns-stifti. Öllegaard biskup vígði því, í ársbyrjun, þrjá kvenpresta: Kjör- safnaðarprestinn, aðstoðarkvenprest og loks fangelsis-kven- prestinn í Kaupmannahöfn, Ruth Vermehren, sem reyndar

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.