Kirkjuritið - 01.02.1954, Síða 22

Kirkjuritið - 01.02.1954, Síða 22
68 KIRKJURITIÐ í tvö ár, en varð því næst biskup í Lundi og andaðist af afleið- ingum drykkjuskapar. Þessir trúboðsbiskupar störfuðu allir á Suðurlandi. En á Norðurlandi dvaldist Bjarnharður hinn sax- lenzki í eina tvo áratugi. Hann hafði tekið vígslu suður í Róm og starfaði sem trúboðsbiskup í Noregi, en flúði til íslands vegna ágreinings erkibiskupsins og Haralds konungs harðráða. Eftir íslandsdvöl sína varð hann fyrst biskup í Selju og síðar í Björgvin. Auk þessarra ofangreindra trúboðsbiskupa voru hér á ferð einhverjir dularfullir útlendingar, sem álitið er að hafi verið ermskir og fylgjandi sértrúarflokki Pálíkíana. Þessi upptalning biskupa sýnir, að ísland hefir verið hluti af hinum stóra heimi, en á yztu takmörkum hans. Straumar hafa legið hingað frá Englandi, Saxlandi, Skotlandi eða írlandi, Róm og ef til vill Armeníu. Þegar ísleifur Gissurarson varð biskup, verður að álíta, að áhrifin frá Norður-Þýzkalandi hafi verið orðin nokkuð sterk, þar sem hann hafði dvalizt við nám í klaustraskólanum í Vest- falen. Gissur biskup, sonur hans, hafði einnig stundað nám á Þýzkalandi og innleiddi tíundina eftir þýzkri fyrirmynd, þó með vissum þýðingarmiklum breytingum. Næstir koma tveir þekktir menn fram á sjónarsviðið, Sæ- mundur fróði Sigfússon og skyldmenni hans og jafnaldri Jón Ögmundsson, fyrstur biskupa á Hólum og dýrlingur Norðlend- inga. Sæmundur hefir verið við nám á Frakklandi, og er talið af sumum, að hann hafi þar verið í klausturskólanum í Bec í Normandí. Á eftir mun hann hafa stundað framhaldsnám, en eigi er vitað, hvar það hafi verið. Jón Ögmundsson spurði hann uppi á námsferð og fékk hann til að fara heim með sér. Hafði það mikla þýðingu, m. a. fyrir bókmenntir landsins, sem fengu mikla örvun frá skóla þeim, er Sæmundur stofnaði til í Odda. Auk þessara má nefna Þorlák helga Þórhallsson og systur- son hans og eftirmann Pál Jónsson, biskupa í Skálholti, en Páll var sonarsonarsonur Sæmundar fróða. Þorlákur helgi var við nám í París og í Lincoln. Menntun hans var eins góð og unnt var að afla sér. Þar sem hann einnig var auðmjúkur og guð- hræddur kirkjunnar þjónn og skjólstæðingur hins volduga Jóns Loftssonar, föður Páls, voru eigi miklir erfiðleikar á, að hann yrði biskup. Páll Jónsson hafði einnig öðlazt góða menntun er- lendis, í Englandi.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.