Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 13

Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 13
KETILL ÞORSTEINSSON BISKUP 59 Ein er sú heimild um Ketil biskup, sem hvert lands- barn mun kannast við. Frægast ritverk íslenzkt hefst á þessum orðum: „íslendingabók gerða ek fyrst byskupum órum, Þorláki ok Katli, ok sýndak bæði þeim ok Sæ- mundi presti.“ Hér kemur fram, að það er eigi ófyrir- synju að rifja upp það, sem vitað er um Ketil biskup, nú, er 880 ár eru liðin frá fæðingu hans. Hinn fyrsti biskup á Hólum, Jón ögmundarson, var Sunnlendingur, af ættbálki Oddaverja, svo vel máttu Norðlendingar una við þann ágæta merkismann, sem haft hefir meiri þýðingu gagnvart menningarlífi Islendinga en venjulega er bent á, þar sem hann stofnsetti skóla á Hólum og fékk til hans valda, útlenda kennara. En eftirmaður hans, Ketill biskup, var af norðlenzkum höfðingjaættum. I bókarauka fslendingabókar er greint frá ætterni hans og rakið frá Helga magra í Kristnesi. Langafi hans í karllegg var Guðmundur ríki á Möðru- völlum í Eyjafirði, en faðir Ketils var Þorsteinn Eyjólfs- son á Möðruvöllum. Á þeim stað er Ketill því líklega fæddur árið 1074, enda er hann talinn vel sjötugur, er hann andast árið 1145. Hann er því af höfðingjaætt og tilheyrir annarri kynslóðinni, er alin hafði verið upp í hinni nýju trú. En bráðum skal sýnt, hvernig hið gamla og hið nýja toguðust á í huga hans. Hann kvæntist og fékk gott kvonfang, Gróu, dóttur Gizurar biskups fsleifs- sonar, og bjuggu þau á Möðruvöllum. Um líkt leyti má gjöra ráð fyrir, að Ketill hafi tekið prestsvígslu, og segir heimild í Kristnisögu um það: „Þá váru flestir virðinga- menn lærðir ok vígðir til presta, þó at höfðingjar væri.“ Ketill hefir þá í senn verið hinn veraldlegi höfðingi, goð- orðsmaðurinn, og hinn andlegi, prestur heilagrar kirkju, or vald hafði til að binda og leysa. Má segja, að höfðingja- ættirnar hafi verið viðbragðsfljótar til að sameina hið forna þjóðskipulag við hin nýju viðhorf. í þeim hefir búið rík menningarviðleitni og þrá, og er eigi réttmætt að túlka þessa sameiningu valds þessa heims og annars

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.