Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.02.1955, Blaðsíða 17
KETILL ÞORSTEINSSON BISKUP 63 inn er með helztu höfðingjum, er Gizur biskup andaðist, er Norðlendingum nokkuð sjálfsagt biskupsefni, því betur hafa þeir kunnað við að hafa einn úr sínum hópi á biskups- stóli á Hólum. Kjör Ketils til biskups fer svo fram af lærðum og leikum. Og er það hin rétta, forna aðferð, sem hin almennu lög kirkjunnar heimiluðu. Ketill postulatus sigldi samsumars og fór suður til Danmerkur og var vígð- ur til biskups tíu nóttum eftir Kyndilmessu, 1. sunnudag í föstu eða hinn 12. febrúar árið 1122, af Özuri erkibiskupi Sveinssyni í Lundi. Kom Ketill biskup heim hið sama sumar eftir og settist að stóli á Hólum og hóf nýjan feril sinn. Heimildir um biskupsstarf hans eru eigi margar, en merkar. Kirkjuvaldið hafði verið innleitt og fastir biskupsstólar settir. Ennfremur hafði nokkurri skipun verið komið á fjármálum kirkjunnar með setningu tíundarlaganna árið 1096. Nú var eitt eftir, að setja ákveðnar reglur um kirkju- mál í heild að því leyti, er snerti leikmenn og samskipti þeirra við biskup og presta. Féll það í hlutskipti þeirra horláks Runólfssonar biskups í Skálholti og Ketils biskups a Hólum. Var lagabálkur saminn um þau atriði og nefnist Ki’istinn réttur hinn forni, en er varðveittur í Grágás. Var það gjört að ráði özurar erkibiskups og Sæmundar Prests Sigfússonar og margra annarra kennimanna eftir hví, sem Grágásarhandritin segja. Eigi er vitað, hvenær lög þessi voru sett, en einhvern tíma á árunum 1123 til 1133 hefir það verið, því að seinna árið önduðust þeir horlákur biskup og Sæmundur fróði. Kristinn réttur hinn forni er svo í gildi í Skálholtsstifti til ársins 1275, er Krist- lnn réttur Árna biskups Þorlákssonar er lögtekinn, en í Hólastifti gilti hann til ársins 1354. 1 Noregi og Danmörku höfðu verið sett lög um kirkju °g kristnihald nokkru fyrr, eða snemma á 11. öld. Voru Öau kristinn réttur Knúts helga í Danmörku, en kristinn réttur Grímkels biskups og Ölafs helga í Noregi. Hafa

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.