Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 18

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 18
64 KIRKJURITIÐ sennilega verið ákvæði í gildi hér á landi svipuð þeim, áður en Kristinn réttur hinn forni er lögleiddur. Kristinn réttur hinn forni hefst á þessum tígulegu orð- um: „Þat er upphaf laga várra, at allir menn skulu kristnir vera á landi hér ok trúa á einn Guð, föðr ok son ok anda helgan.“ Og er þetta fyrsta ákvæði upphaf Grágásar. Kristna rétti er skipt í þætti, og fjallar fyrsti þáttur- inn um skyldu manna að færa börn til skírnar, þá kemur líkaþáttur, kirknaþáttur, þáttur um uppeldi presta, þ. e. a. s. laun presta, svo biskupaþáttur og loks prestaþáttur um skyldur presta gagnvart biskupi og völd biskupa yfir prestum. Því næst koma ákvæði um blótskap, drottins- dagahald og helgidaga, föstuhald, tíundargreiðslu o. fl. Lagasetning þessi var hin merkasta, því að nú voru föst ákvæði komin um flestallt, er leikmenn varðaði í sam- skiptum þeirra við kirkjuna, eigi sízt á fjármálasviðinu. Samt vantar til dæmis ákvæði um það, að mönnum sé skylt að stofna til hjónabands með kirkjulegri vígslu — það >er fyrst lögboðið í Kristna rétti hinum nýja árið 1275. Fyrir oss er það nú ómetanlegt að hafa þessi hin fornu lög, er veita oss innsýn í daglegt líf manna á þeim tíma. Margt var það annað en Kristinn réttur hinn forni, sem þeir Þorlákur og Ketill settu og sömdu á sínum dög- um til siðbótar landsmönnum, þótt nú sé eigi greint, hvað hafi verið. Hitt var þó eigi þýðingarminni viðburður, er Ketill vígði fyrsta ábótann til Þingeyraklausturs, Vilmund Þór- ólfsson, árið 1133. Jón biskup ögmundarson átti upptökin að þessu hinu fyrsta klaustri á íslandi og lagði til stofn- unar þess allar biskupstíundir milli Hrútafjarðarár og Vatnsdalsár. Hins vegar gengu almennu samskotin dræmt heldur, svo að það dróst til ársins 1133, eða eina tvo ára- tugi, að vígja Vilmund ábóta, sem var lærisveinn Jóns biskups og hafði gengið í hinn merka skóla hans, eins

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.