Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 19
KETILL ÞORSTEINSSON BISKUP
65
og Klængur Þorsteinsson, er biskup varð í Skálholti árið
1152.
1 Þingeyraklaustri dvöldust iðnir Benediktsmunkar, er
störfuðu ötullega að andlegri iðju, og varð klaustrið
snemma frægt fyrir þær bókmenntir, er þar urðu til. Þar
ritaði Karl áþóti Sverrissögu. Þar ritaði Oddur munkur
Snorrason Ólafs sögu Tryggvasonar. Þar ritaði Gunnlaug-
ur munkur Leifsson aðra Ólafs sögu og Jóns sögu helga
ögmundssonar. Og klaustur þetta hefur verið miðstöð
héraðsins og andlegir straumar legið þaðan. 1 námunda
við klaustur þetta virðist elzta Islendingasagan hafa verið
rituð, Heiðarvíga saga, þótt þar komi einnig til áhrif frá
Suður- og Vesturlandi. Og með nokkrum veigamiklum
rökum má telja, að hin ævaforna skinnbók, Stokkhólms-
hómíliubók, hafi verið rituð að Melstað í Miðfirði. Það
er reyndar athyglisvert, að hinn forni menningararfur
höfðingjanna stendur styrkari fótum á Suður- og Vestur-
landi, en hin nýja menning prestanna er sterkari á Norður-
landi á þessum tíma goðakirkjunnar. Til þess liggur veiga-
mikil ástæða. Nafngreindu skólarnir í Haukadal og Odda
eru undir áhrifum hins forna menningararfs höfðingjanna,
er stuðlar að ættvísi og sagnfræði. En skóli Jóns Ögmund-
arsonar að Hólum er kirkjulegur prestaskóli, þar sem
útlendir kennimenn lögðu grundvöllinn, og það er eftir-
tektarvert, að Jón biskup skuli fá þangað útlenda menn,
en ekki menn úr Haukadal og Odda. Þetta hefir verið
heppilegt atvik fyrir íslenzka menningu. Því úr þessu
verður samþræðsla þegar á 12. öld, er meðal annars leiðir
af sér hin sígildu ritverk.
Ketill biskup hefir eigi látið skóla Jóns niður falla, enda
bein embættisskylda hans að halda honum uppi. Svo er
getið um Kiæng biskup Þorsteinsson, að hann hafi verið
sæmilegur kennimaður í Hólakirkju „undir stjórn ok yfir-
boði tveggja Hólabyskupa, Ketils ok Bjarnar Gilssonar.
Hafði hann marga vaska lærisveina undir sér, ritandi