Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 23

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 23
Séra Haraldur Jónasson prófastur að Kolfreyjustað. 6. ágúst 1885 — 22. desember 1954. Daginn fyrir Þorláks- messu, 22. desember síðast- liðins árs, andaðist séra Haraldur Jónasson prófast- ur að Kolfreyjustað hér í bænum í sjúkrahúsi, eins og getið var í síðasta hefti þessa rits. Hann lét aldrei blása í lúðra né berja bumbur fyrir sér, enda vissum við flestir, kunn- ingjar hans, ekki einu sinni af því, að hann væri kom- inn hingað sjúkur, og þessi fregn kom okkur því full- komlega óvænt. Eg hafði hitt hann, er hann kom til prestastefnunnar siðastliðið vor, og fékk þá engan grun um, að hann væri svo nærri sínum aldurtila, sem raun varð á, því að hann virtist þá hress og glaður. Haraldur Jónasson var fæddur í Sauðlauksdal 6. ágúst 1885, sonur prestshjónanna á þessu kunna prestssetri, séra Jónasar Björnssonar og Rannveigar Gísladóttur. Var séra Jónas þá um hálffertugt og kominn að Sauðlauks- dal fyrir fáum árum. Gekk hann þar að eiga konu sína, sem var ættuð úr Selárdal. Þrjú börn eignuðust þau þar, Gr upp komust, Jónas, Harald og Helgu. En séra Jónas, sem var ágætur kennimaður og hinn röskvasti drengur

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.