Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 27

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 27
KIRKJULÍF Á ÍSLANDI FYRR OG NÚ 73 mun postilla hans hafa veriS gefin út sex sinnrnn, og komu þó út á þessu tímabili postilla eftir séra Jón Bjarnason í Winni- peg, Helga biskup Thordersen, en talsvert af upplagi þeirrar bókar brann, og loks prédikanir Helga lektors Hálfdanarsonar. Þóttu prédikanir tveggja hinna fyrsttöldu mjög góðar. Þá kom einnig út prédikanasafn eftir séra Pál Sigurðsson, prest í Gaulverjabæ, sem þóttu ágætar, en sumum um of frjáls- lyndar, en sá galli þótti á vera, að eigi voru lestrar á öllum helgidögum ársins. Sama var einnig að segja um prédikanir þær, sem séra Ásmundur Guðmundsson prófessor gaf út. Loks er að minnast prédikanasafnsins Árin og eilifðin eftir prófessor Harald Níelsson, hinn ágæta kennimann, sem allir voru stórhrifnir af. Er ekki að efa, að prédikanir þær eru mjög góðar, en þar er sami gallinn á, að þar eru ekki lestrar á öll- um helgidögum ársins, svo að þær þykja því ekki hentugar til húslestra, en eru eflaust vel lagaðar til þess að lesast í emrúmi. Síðasta prédikanasafn, sem út hefir komið, eru pré- dikanir dr. Jóns Helgasonar biskups: „Kristur vort líf“, í vand- aðri útgáfu, yfir alla helgidaga ársins, og mun ég síðar gela þessarar bókar. Hugvekjur eftir séra Jónas Guðmundsson, prest á Staðar- hrauni, þóttu mér góðar, og las þær á heimili mínu í allmörg ar. Prestahugvekjurnar eldri féllu mér einnig vel í geð og sömuleiðis þær seinni: Hundrað hugvekjur. Það þótti mér °g fleirum góð tilbreyting, að heyra hugvekjur eftir sem flesta Presta, þótt nokkuð misjafnar væru, eins og eðlilegt var, en eitthvað gott fannst mér mega læra af þeim öllum. Þessar hugvekjur munu nú allar vera uppseldar og ófáanlegar, og efast ég ekki um, að þær og prédik’anirnar hafa sáð mörgu góðu frækorni í hjörtu þeirra, sem lesið hafa og hlýtt hafa á þær. Ég hefi nú farið fljótt yfir sögu með guðsorðabækur vorar. SnÝ ég mér nú aftur að því, að tala mn kirkjulífið. Þótti það sjálfsagt að sækja helgar tíðir jafnt vetur sem sumar, enda y°ru það að heita mátti einu samkomurnar, er fólk átti kost a að koma saman og kynnast, því að þá var ekki um neinar ahnennar skemmtisamkomur að ræða. Menn fóru þá einnig a aðrar kirkjur að sumri til. Var t. d. altítt í Eyjafirði, að fara að minnsta kosti einu sinni á sumri til Hólakirkju, því að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.