Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Qupperneq 33

Kirkjuritið - 01.02.1955, Qupperneq 33
Séra Jón Auðuns dómpróíastur íimmtugur. Séra Jón Auðuns er fædd- ur 5. febrúar 1905 á ísafirði, sonur hins landskunna al- þingismanns og bankastjóra Jóns Auðuns Jónssonar og konu hans, Margrétar Jóns- dóttur. Hann lauk stúdentsprófi í Menntaskóla Reykjavíkur 1924 (var einn í hópnum „viginti quattuor") og em- bættisprófi í guðfræði í Há- skóla íslands 1929. Lauk hann því prófi með þeim sóma, að hann hlaut utan- fararstyrk kandidata og lagði stund á samanburðarguö- fræði og helgisiðafræði í Marburg í Þýzkalandi og París. Síðar, árið 1934, fór hann til frekari lærdómsframa til Marburg. Eftir heimkomuna, 1930, gerðist hann prestur fríkirkju- safnaðar í Hafnarfirði og síðar jafnframt prestur Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík 1941 og fluttist þá til Reykjavikur. í árslok 1945 var hann skipaður dómkirkjuprestur í Reykja- vík og 1951 dómprófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi. Eitt megináhugamál séra Jóns Auðuns er rannsókn dular- fullra fyrirbrigða, og hefir hann um langt skeið verið for- maður Sálarrannsóknafélags íslands og ritstjóri Morguns. Hefir hann ritað mjög mikið um þessi fræði, bæði í Morgun og annars staðar, og þýtt bók um það efni. Fleira hefir hann og ritað, til dæmis inngang að Ritsafni Ólafar frá Hlöðum 1945. Kona hans er Dagný Einarsdóttir Þorgilssonar, fyrrum al- þingismanns í Hafnarfirði. Séra Jón Auðuns er víðlesinn og mikill starfsmaður. Kirkjuritið árnar honum heilla á afmælinu. M.J.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.