Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.02.1955, Qupperneq 34
Starf fyrir sjúka. Synóduserindi. Efni það, sem er til umræðu hér á prestastefnunni nú, er ekkert nýmæli, en bókstaflega uppistaðan í öllu kristilegu starfi. Meira að segja má ekki á milli sjá, hvor þátturinn var tíma- frekari í starfssögu Jesú, boðun orðsins eða þjónustan við þá, sem bágt áttu. En hvað sem um það má segja, vitum vér, að Jesús hefir í þeim efnum gefið oss skýlaust verkefni. Boðun orðsins til vaknandi trúarlífs leysir úr læðingi alla vora dýpstu og sönn- ustu eðliskosti og knýr oss óhjákvæmilega til að ganga heil- huga inn í starfið, sem hver sannur kristinn prestur leitast við að framkvæma eftir beztu getu. Það er ekkert undarlegt, að kristindómurinn, sem er byggður upp af lífi og starfi í kærleika, skuli einmitt leggja megin- áherzluna á hjálparstarf í hvaða mynd, sem er. Það er þess vegna mjög mikilsvert að vér, sem erum þjónar og lærisveinar Jesú Krists, ræðum þá líknarmálin af alúð og sem oftast. Starfið fyrir hina sjúku er einn þáttur þess og ekki hinn minnsti. Nú í seinni tíð, og reyndar oft áður, hefir mikið verið rætt og ritað um húsvitjanir, og hefir margur harmað það, að þær skuli nú síður ræktar en áður var og fari hjá mörgum mjög minnkandi. Ég vil ekki kasta neinni rýrð á hinar reglulegu árlegu húsvitjanir í því formi, sem þær eru algengast ræktar, en benda vil ég þó á, að oftast verða þær ekki fyrirferðarmeiri en skemmtirabb yfir kaffibolla og ýmsu munngæti, við hús- ráðendur og aðra heimilismenn. Af því spretta vissulega betri kynni og oft vinátta — heimilisvinátta, sem er bæði góð og eftirsóknarverð, en það, sem helzt skyldi, verður oft útundan, að presturinn komizt í persónuleg tengsl við hvern einstakan í því, sem snertir fyrst og fremst starf hans og köllun sem sálusorgara og leiðtoga í andlegum efnum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.