Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 35

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 35
STARF FYRIR SJÚKA 81 En um leið og ég segi þetta, vil ég benda á alkunna stað- i'eynd, sem vér höfum sjálfsagt allir reynt, og hún er þessi: Sé á heimilinu sjúklingur eða gamalmenni, fær húsvitjunin annað og meira gildi. Þar koma venjulega tækifærin upp í hendur vorar að tala við sóknarbarnið í einrúmi, eða að minnsta kosti þannig, að presturinn hefir ekki farið erindisleysu sem húsvitjari. Hann hefir orðið meira en réttur og sléttur aufúsu- gestur. Koma hans hefir færst nær tilgangi sínum. Nú skal enginn taka orð mín svo, að ég lasti almennar ár- legar og hefðbundnar húsvitjanir, sem þyrftu að framkvæm- ast eftir ákveðnu formi, sem væri í helgisiðabókinni, svo að þær bæru annað og meira en hversdagslegan svip, en hins vegar vil ég leggja áherzlu á, að presturinn komi eins oft og hann getur til sjúkra manna og ellihrumra, allra þeirra, sem á einhvern hátt hafa einangrazt og geta ekki lengur fylgzt með öðrum í lifandi starfi líðandi stundar. Ég veit það vel, að margur rækir þetta vel, og ég segi þetta ekki af því, að ég þykist vera öðrum til fyrirmyndar, heldur af því, að ég skil þá miklu nauðsyn og af því að ég hefi notið rikulegrar blessunar af slíkum heimsóknum, en þær hafa sýnilegan árangur í sér fólginn og örva til starfs. Það er í rauninni alveg sama, hvort um er að ræða tíma- bundinn sjúkdóm, langvarandi eða ólæknandi, og meina ég þá ekki smákvilla, sem upp kunna að koma. Allir hafa mikla þörf fyrir heimsóknír góðra vina, enda verða þær öllum ógleymanlegar. Presturinn á hér sérstöðu og þó að hann sé bara maður eins og hver annar, er hann þó ekki alveg venju- legur maður í augum sjúklingsins. Læknirinn, sem kemur í vitjun, hvort sem hann hefir tök á að lina þrautirnar og ráða niðurlögum sjúkdómsins eða ekki, kemur með nýtt andrúmsloft inn í stofuna, verkar hressandi °g frískandi á sjúklinginn með persónuleika sínum, vegna þeirra töfra, sem leika oft í höndum hans. En að jafnaði hefir hann ekki tíma til að dvelja nema stutta stund í einu, því miður. Á svipaðan hátt verkar koma prestsins. Að vísu er ekki til hans leitað sem læknis, og þó munu dæmi um það, að hann se spurður ráða. Og sumir héraðslæknar, þar sem tekizt hefir gott samstarf, fela viðkomandi presti ýmsar framkvæmdir, svo 6

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.