Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 39

Kirkjuritið - 01.02.1955, Síða 39
STARF FYRIR SJÚKA 85 þar vinna Reykjavíkurprestarnir mikið og óeigingjarnt starf, þrátt fyrir miklar annir aðrar, sem prestsembættið heimtar af þeim. I nágrannalöndum vorum hefir mikið verið rætt á síðari árum um nauðsyn sjúkrahússpresta, sem eingöngu störfuðu fyrir hina sjúku og hefðu sérmenntun í þeim efnum. Sums staðar hefir þá líka verið stofnað til slíkra embætta og þykir gefast vel. Um þetta er byrjað að ræða hér og fyrst og fremst með tilliti til Reykjavíkur. Það er vissulega ekki gert af van- þakklæti til prestanna hér né af því, að þeim sé á nokkurn hátt vantreyst, heldur af hinu, að með því ástandi, sem er, má telja þeim ofþyngt með starfi. En það sjá allir, hvílík nauðsyn er á því að slíkt embætti verði myndað hið bráðasta. Á ég þá við, að sjúkrahússpresturinn verði fastur starfsmaður við Landsspítalann og önnur sjúkrahús bæjarins og hefði þar góð starfsskilyrði, en nú eru þau mjög frumstæð. Þó að ís- lenzkir prestar séu ávallt velkomnir á Landakot, veit ég ekki, hvort þeim yrði gefið þar nokkurt afdrep fyrir starfsemi sína, ef til væri leitað. Þó að sjúklingarnir, sem þar liggja, séu mótmælendur, er ég ekki viss um að kaþólska trúboðið kærði sig um öllu víðara starf íslenzkra presta í sínum eigin húsum en nú er. En hvað snertir Landsspítalann, þykir mér rétt að geta þess, að farið hefir verið fram á af félagi Samtaka Presta og lækna, að byggð verði kapella í nýju byggingunni. hað hefir ekki mætt andstöðu, en þeirri málaleitun verið svarað með skilningi. í nýju byggingunni eiga að verða tvær skólastofur og hefir verið boðið, að nota megi þær jafnframt fyrir guðsþjónustur, en ákjósanlegast teljum vér fullkomna hapellu, sem eingöngu væri notuð sem kirkja. Þá er og boðið UPP á, að prestur sjúkrahússins fái aðsetur í stofum yfirlæknis akveðna tíma á viku, og þó að ekki geti það talizt fullkomin lausn, er hún samt mjög viðunandi. Hvað snertir Bæjarsjúkra- húsið, verður þar kapella, en einungis í sambandi við líkhúsið °g þannig sett, að hana verður ekki hægt að nota sem sjúkra- hússkirkju. En eftir því sem borgarstjórinn og byggingameist- arinn hafa tekið í það mál, að byggja sérstaka kapellu fyrir sJukrahúsið, er frá þeim að vænta skilnings og jafnvel stuðn- lngs, en ennþá hefir þetta ekki komið til álits byggingarnefnd- urinnar. Þá skal þess getið, að í sambandi við heilsuverndar-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.