Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 41

Kirkjuritið - 01.02.1955, Page 41
STARF FYRIR SJÚKA 87 en að endingu vil ég þó snerta eitt atriði enn, sem vér megum ekki gleyma og er mjög mikilsvert í augum vor allra, en það er samúðin með ástvinum hinna sjúku og ekki sízt, þegar síðasta stríðið er háð. Það hefir komið nokkuð oft fyrir mig að vera við dánarbeð og nú síðast fyrir nokkrum vikum. Þá er mikils virði að hjálpa syrgjendum á allan þann hátt, sem í valdi voru stendur. Það er mikils virði fyrir þá, sem eftir lifa, að hafa hjá sér stuðningsmann, utan heimilismann, þegar svo átakanlegir atburðir eru að ske sem hinzti viðskilnaður- inn er. Það eru líka margir, sem ekki kunna að standa rétt að, þegar slíkt kemur fyrir í heimahúsum, hafa aldrei séð lagt til lík og eru auk þess hræddir og allavega mæddir og yfirbugaðir, þó að flestum sé þá gefinn undraverður styrkur. Það vitum við allir, sem reynt höfum, að slík þjónusta treystir böndin, ekki síður en við sjúkrabeðinn, og þessi störf eru blessunarrík, enda þótt erfitt sé að standa í þeim og allir óski eftir, að það komi sem sjaldnast fyrir. Hjá þeim verður þó ekki komizt, dauðinn verður ekki umflúinn, og sæll er sá, sem er fús til að hryggjast með hryggum. Ég held, að sá hinn sami kunni þá jafnframt að gleðjast með glöðum, en það hefir líka sína blessun í för með sér. Þorsteinn L. Jónsson. * JólakveSja Bræöralags, kristilegs stúdentafélags, hefir borizt Kirkjuritinu. Hefir þetta fallega rit verið prentað í 20000 eintökum og útbýtt, eins og undanfarin ár, meðal skólabarna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.