Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 43

Kirkjuritið - 01.02.1955, Side 43
PRÝÐUM GUÐSHÚSIN 89 benjar urðum vér heilbrigðir.“ En til hliða: Til Kópavogskirkju“ (til hægri) „Anno Domini 1954“ (til vinstri). Wilhelm Beckmann er þýzkur maður, en íslenzkur ríkisborg- ari. Hann hefir áður gert ýmsa kirkjumuni, bæði í Þýzkalandi og hérlendis. Er þessi gjöf hans hin merkasta. Þeir Egill Bjarnason, bóksali, Guðmundur Matthíasson, tón- listarkennari, og Sigfinnur Hallvarðsson, múrarameistari, hafa gefið sínar þúsund krónurnar hver í orgelsjóð. Á gamlársdag afhenti ónefndur maður mér fimm þúsund krónur sem framlag til væntanlegrar Kópavogskirkju. Allar þessar höfðinglegu gjafir eru nýjum og fátækum söfn- uði afar kærkomnar og til mikillar hvatningar. Hér er um mikil- væga forgöngu að ræða, sem væntanlega á eftir að hafa mikil áhrif. Þetta er og ein sönnun þess, að sæðið grær og vex, þó hin andlega tíðin sé köld. Gunnar Árnason. Góð gjöf. Fyrir jólin barst Vopnafjarðarkirkju góð gjöf. Var það fögur skírnarskál úr silfri ásamt dúk undir hana. Gjöf þessi var gefin til minningar um Ingólf Gíslason, er lengi var héraðs- læknir í Vopnafirði, og frú Oddnýju Vigfúsdóttur, konu hans, og gefendurnir börn þeirra hjóna. Gjöfin var afhent kirkjunni á jóladaginn við messugjörð. Fyrir hönd kirkjunnar og safnaðarins vil ég hér opinberlega flytja gefendunum þakkir og blessunaróskir fyrir þessa góðu gjöf. Jakob Einarsson sóknarprestur. Skinnastaðarkirkja í Axarfirði. Aldarminning 1854—1954. Eins og getið var í 10. hefti Kirkjuritsins síðastliðið ár, var aldarminning Skinnastaðarkirkju haldin síðastliðið sumar. Nú hefir verið gefið út rit um þennan viðburð með nafni því, sem hér er haft að yfirskrift. Eru þar birtar frásagnir um við- burðinn og ræður þær, sem fluttar voru af þeim séra Páli Þor- leifssyni sóknarpresti, séra Friðrik A. Friðrikssyni prófasti, Þórarni Eldjárn hreppstjóra að Tjörn og séra Benjamín Krist- jánssyni presti að Laugalandi. Ritið er 36 blaðsíður, prýtt fjölda mynda, prýðilegt að efni °g frágangi. Það er prentað í 300 tölusettum eintökum og selt til ágóða fyrir hina fornu kirkju að Skinnastað. M. J.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.