Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1955, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.02.1955, Qupperneq 46
92 KIRKJURITIÐ hætti, að ósjálfrátt koma manni í hug hinir fornu klaustur- skólar. Hér í sumarskólanum að Löngumýri hafa verið kennd kristin fræði, trúariðkanir ræktar, kenndur söngur, hannyrðir og matreiðsla og kynntar íslenzkar bókmenntir, en jafnframt hafa nemendur stundað skógrækt og garðyrkju, iðkað íþróttir, sund, knattleik og dans, og farið skemmtiferðir til merkisstaða í nágrenninu. Kvöldið áður en skólanum var slitið, voru nem- endur og kennarar til altaris í Glaumbæjarkirkju. Alls sóttu skólann 32 ungar stúlkur, flestar á aldrinum 15 —17 ára, 11 þeirra voru allan tímann, en hinar skemur, all- margar í sumarleyfum sínum, 10—12 daga. 23 námsmeyjar voru samtímis, þegar flest var. Skólalífið var glatt og frjálslegt, og virtust ungmeyjarnar una sér hið bezta í sveitinni, en þær voru flestar úr hinum stærri bæjum landsins. Hið ágæta kennaralið skólans voru sjálfboðaliðar, sem munu hafa starfað fyrir litla eða enga þóknun. Þrír þeirra störfuðu allan tímann, auk forstöðukonunnar, Ólafur Skúlason, guðfræði- nemi, er kenndi kristin fræði og bókmenntir, annaðist kvöld- og morgunbænir, sá um útiíþróttir og prédikaði í kirkjum þeim, sem heimsóttar voru (Hólar, Víðimýri), Björg Jóhannesdóttir, sem kenndi handavinnu, en hún er handavinnukennari Löngu- mýrarskóla, og Sigurður Ólafsson, garðyrkjumaður, er kenndi skóggræðslu og garðsnyrtingu. Aðrir kennarar voru skemur. Söng kenndu í hálfan mánuð hvert Sigurður Birkis, söngmála- stjóri, og söngkennararnir Guðmundur Matthíasson og Guðrún Þorsteinsdóttir í Reykjavík. Matreiðslu kenndu frú Guðbjörg Birkis og Gerður Jóhannesdóttir húsmæðrakennari á Laugar- vatni. Þjóðdansa kenndi frú Rannveig Löve, kennari í Reykja- vík, og Steingrímur Benediktsson, kennari í Vestmannaeyjum, kenndi kristin fræði í byrjun skólatímans. Dvalarkostnaður námsmeyja var 27 krónur á dag. Vonandi verður þessi tilraun til að reka kristilegan sumar- skóla upphaf að miklu og merkilegu kristilegu starfi æskulýð landsins til heilla og blessunar. Húsmæðraskólinn að Löngumýri hefir nú starfað í 10 ár við góðan orðstír og jafnan verið fullsetinn. Síðastliðinn vetur var fæðisgjald námsmeyja kr. 11,25 á dag, en kostnaður þeirra allur í 7 mánuði kr. 4300,00, þar með talið handavinnu og vef jar- efni. —jón.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.