Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 8

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 8
102 KIRKJURITIÐ heldur hafa alvarlega hugsandi menn úr öllum stéttum bent á og rætt ýms sjúkdóms- og hnignunarmerki í þjóð- félaginu. Þessi dómur beinist ekki aðeins og jafnvel ekki fyrst og fremst að æskunni, heldur að þjóðlífinu almennt. Það má benda á ýms einkenni þessu til stuðnings, svo sem hið mikla vandamál vandræðabarnanna, fráhvarf frá kristin- dóminum og kirkjunni, lausung í lifnaðarháttum, óáreið- anleik í viðskiptum, lausung í hjúskap, framboð á léleg- um og óhollum skemmtunum, kvikmyndum og öðrum, og ásókn í þær, lélegan kveðskap og tónlist, sem fólk fýsir að heyra og óhollar bækur, sem mikið er gefið út af og mikið eru keyptar. Hér þarf ekki lengur upp að telja, því að þetta er vitað og viðurkennt. Þá getur ekki verið ágreiningur nema um það eitt, hvort þetta bendi á hnign- un í þjóðfélaginu eða ekki. Vér, sem lítum svo á, að kristin- dómurinn og kristið siðgæði séu hinn eini öruggi grund- völlur heilbrigðs og farsæls þjóðfélags, erum ekki í vafa um svarið. Að því er til æskunnar kemur, þá viljum vér fullyrða, að enda þótt hún sé eins vel af Guði gefin og æska fyrri tíða og hafi auk þess mörg og mikil tækifæri til þroska, sem áður voru ókunn, þá hljóti aldarfarið og þeir siðspillandi hlutir, sem nú voru nefndir, að hafa svo ill og skaðleg áhrif, að ógæfa muni af hljótast. Um menningu vorra ára er það í fáum orðum að segja, að hún einkennist af leit að veraldlegum gæðum og nautn þeirra, af auknum hraða og þægindum í samgöngum og samskiptum og af auknum þægindum í öllu daglegu lífi. Og því verður ekki neitað, að þjóðmenning vor dregur á þessum tímum mjög dám af þessari stefnu. Það er hnign- unarmerki. Enn má nefna annað, sem snýr að vorri þjóðlegu menn- ingu sérstaklega, og bendir í átt hnignunar. Æskulýður kaupstaða virðist allmjög hafa misst áhuga á bókmenn- ingu, þar á- meðal á þjóðlegum fræðum, og hefir glatað miklu af þeim orðaforða tungu vorrar, sem æskulýður

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.