Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 9
ÞJÓÐIN OG FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR 103 sveitanna hafði á takteinum á árum áður. Þetta er að vísu ekki siðferðileg hnignun í venjulegum skilningi, held- ur almennt þjóðmenningarlegt hnignunarmerki og að vísu athugavert. Hugsandi manni verður að spyrja: Er hin uppvaxandi þjóð vor á leiðinni að verða ólík sjálfri sér, en lík þeirri alþýðu annarra landa, sem er talin á fremur lágu menningarstigi? Hvaða ástæða er nú til að rifja þetta allt upp hér? Hún er sú, að oss og öllum þeim, sem vinna að siðgæði og kristilegri menningu þjóðarinnar, er það hollt og enda nauðsynlegt að gjöra sér jafnan ljóst, hvernig ástand og horfur eru í þeim málum. öll hnignun í siðgæði kemur kirkjunni fyrst og fremst við. Á vettvangi siðgæðisins er starf hennar og skyldur. Hér hefir verið bent á dökku hliðina. En það er ekki rétt að einblína á hana, heldur ber einnig að líta á hina bjartari. Margir líta svo á, að eftir síðustu heimsstyrjöld hafi orðið vart við breytingu til batnaðar í þeim efnum, sem hér um ræðir, meðal erlendra þjóða, og að vér Islend- ingar séum á eftir öðrum í þessu efni eins og svo oft hefir átt sér stað, þegar um alþjóðlegar hreyfingar hefir verið að ræða. Það er litið svo á, að gildi kristindómsins sé nú aftur að hljóta almennari viðurkenningu og barátta sé hafin fyrir auknu siðgæði. Mér er málið því miður ekki svo kunnugt, að ég geti hér frá því skýrt, hver og hve mikil rök þessi skoðun hefir við að styðjast, en vissulega er vonandi að svo sé. Um baráttuna fyrir auknu siðgæði má þó benda á, að nú eru starfandi alþjóðasamtök eða félagsskapur í þeim efnum og er tvennur slíkur félagsskapur orðinn alkunnur, þ. e. Rótarý-félagsskapurinn og svo nefnd siðgæðileg end- urhervæðing, „Moral Re-Armament“ (MRA). Þjóð vor hefir þörf á breytingu til batnaðar i trú og siðgæði, og kirkja vor verður að vinna að henni af öllum mætti. Þrátt fyrir deyfð og áhugaleysi á yfirborðinu um

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.