Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 14

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 14
108 KIRKJURITIÐ n. Líf og starf brautryðjandans er oft erfitt. Því hefir Einar sjálfur lýst, meðal annars með lágmyndinni á styttu Jóns Sig- urðssonar. Flokkur manna sést í oddfylkingu. Einn gengur fremstur, en fyrir þeim verður stórgrýtisurð, sem ekki virðist öðrum fær en fuglinum fljúgandi. En foringinn hikar ekki, hann ræðst á björgin, er teppa leiðina, þrífur þau í fang sér af feikna afli, kastar þeim til beggja hliða og ryður þannig braut gegnum urðina fyrir sig og fólkið, er á eftir kemur. Hver skildi lítinn dreng, sem lifði svo í heimi listarinnar, að hann gleymdi öllu öðru? Allt innan sjóndeildarhrings bernsku hans, frá fjarlægustu fjöllum til baðstofunnar heima, var eins og stór myndabók fyrir honum, þar sem hann upp- götvaði sífellt nýjar dásemdir. Og þessum dásemdum leitaðist hann við að lýsa með því að gjöra myndir, meðan aðrir unnu dagleg skyldustörf að búskapnum. Hlýðinn innri löngun sinni hlaut hann að skilja við Galtafell og foreldra og systkini, Ijúfustu ástvini sína fyrr og síðar. Hann lýsir því sjálfur svo: „Tvennt var það, er ég kveið mest að kveðja: þær manneskjur allar, er mér voru kærar, og svo umhverfið allt — brekkur og grundir, hæðir og dalir, móar og mýrar, klettar og fjöll, og ekki eingöngu hið næsta, heldur allt á allar hliðar, til yzta sjóndeildarhrings þessarar jöklum og bláfjöllum luktu veraldar, sem líkt og í spegli hafði sýnt mér hin margvíslegu blæbrigði síns dularfulla lífs, endurskin einhvers eilífs veruleika, sem ég skildi ekki, en hafði þó komizt í snertingu við, og þegið af að gjöf þá sterku þrá, er því olli, að ég var nú að kveðja þetta allt.“ Um fjölda ára verður hann fjarri ættjörð sinni að ryðja sér braut listarinnar, við svo þunga raun, að margur myndi hafa kiknað, við örbirgð og skuldir, áhyggjur og kvíða um varðveizlu listaverka sinna, alltaf sjálfum sér samkvæmur og trúr, óháður öðrum listastefnum og listamönnum, nógu mikill til þess að læra af hinum mestu listamönnum og halda þó öllum sínum séreinkennum. Hann dáði mjög svipinn íslenzka yfir verkum Bertel Thorvaldsens; en verk hans sjálfs voru þó runnin af enn dýpri rótum íslenzks þjóðernis. Og styrkur- inn í verkum hans varð aldrei kaldur. List hans var sjálfstæð. Hann vildi vera hann sjálfur, sjálfum sér trúr og list sinni í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.