Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 27

Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 27
TRÚRÆKNI OG ÞJÓÐRÆKNI 121 Veganestið voru nokkrar rímur, Vídalín og gamli Bólu-Hjálmar, Fóstbræðra og Flóamannasögur, Friðþjófur og Hallgríms kver og sálmar, Njóla Björns, — og nýjast, Steingríms Ijóð. Aldrei voru bækur meira metnar, myrkrum dreifðu vetur eftir vetur. Fjársjóð rýran innflytjandinn átti. Engan sparisjóð, sem reyndist betur. Dýrstu erfðagripir, ástar þökk.“ Upp úr þeim jarðvegi, sem réttilega og af hjartagróinni ræktarsemi er lýst í þessum ljóðlínum skáldkonunnar, spratt hið trúarlega og þjóðernislega hátíðahald Islendinga í Milwaukee 2. ágúst 1874. Vagga vestur-íslenzkrar kirkju- legrar starfsemi í guðsþjónustuformi stóð þar í borg, því að kristnisaga Vestur-Islendinga hefst með þeirri hátíðar- guðsþjónustu, eins og séra Guttormur Guttormsson komst eitt sinn að orði í erindi um séra Jón Bjarnason. Hins vegar hófst íslenzk safnaðarstarfsemi vestan hafs eigi fyrri en rúmu ári síðar, haustið 1875, er séra Páll Þorláksson stofnaði fyrsta söfnuð Islendinga vestan hafs í Shawano County í Wisconsinríki. Samkvæmt kirkjubók séra Páls frá þeim árum voru 35 manns í söfnuðinum, og í þeim hópi ýmsir þeir, sem síðar komu mjög við sögu Islendinga í Vesturheimi, svo sem þeir prestarnir séra Friðrik J. Bergmann og Steingrímur N. Thorláksson, Stephan G. Stephansson skáld og Eiríkur Bergmann. I öðrum byggðum Islendinga, sem mynduðust á þessum fyrstu árum vestan hafs, í Ontaríófylki og Nova Scotia (Nýja Skotlandi) í Kanada og á Washingtoneyjunni í Michiganvatni, voru engir íslenzkir söfnuðir stofnaðir, en heimilisfeður og héraðshöfðingjar úr hópi leikmanna héldu eigi að síður uppi kristilegu og kirkjulegu starfi, lásu húslestra, að góðum íslenzkum sið, bæði á fyrstu árunum og fram eftir árum, er eigi varð náð til prestsþjónustu. En það er eigi aðeins, að kristnisaga Islendinga vestan

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.