Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 28

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 28
122 KIRKJURITIÐ hafs hefjist með hátíðarguðsþjónustunni íslenzku á þjóð- minningarhátíðinni í Milwaukee 2. ágúst 1874. Til þess sögulega hátíðahalds má einnig rekja rætur þjóðræknis- starfsemi Islendinga í Vesturheimi, því að samdægurs og þeir héldu þjóðminningarhátíð sína stofnuðu þeir með sér félagsskap, er þeir nefndu „Islendingafélag í Ameríku“, og voru lög þess í 11 greinum samþykkt á fundi íslendinga í Milwaukee á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Var séra Jón Bjarnason kosinn forseti félagsins, en Jón Ólafsson ritari, og er frumrit félagslaganna, góðu heilli, enn við lýði, með eiginhendi Jóns. En samkvæmt 2. málsgrein laganna er þetta höfuðmarkmið félagsins: „Sá er tilgangur félagsins, að varðveita og efla íslenzkt þjóðerni meðal Islendinga í heimsálfu þessari og hinn frjálsa framfarar og menningaranda, er á öllum öldum Islandssögu hefir verið þjóð vorri til svo mikils sóma, en sporna við öllu því í andlegum og veraldlegum efnum, er leiðir til ins gagnstæða. Sér í lagi er það tilgangur félagsins að vera sambands- liður milli Islendinga á ýmsum stöðum í álfu þessari og á milli Islendinga hér vestra og landa vorra heima á Islandi eða í öðrum löndum.“ Hér var því bæði um þjóðræknislegt og allsherjar Is- lendingafélag að ræða, eins og fram kemur glöggt í öðrum lagagreinum þess. Trúarlega og þjóðræknislega starfsemin meðal Vestur-íslendinga héldust því í hendur frá upphafi vega, og til fyrstu þjóðminningarsamkomu þeirra í Mil- waukee má, eins og þegar hefir verið gefið í skyn, rekja bæði trúarlegu og þjóðræknislegu þræðina í sögu þeirra og lífi, sem kvíslast þar eins og lifandi og frjóvgandi straumar, en falla þó ósjaldan í einn farveg, er stefnir að sama ósi. Islendingafélagið í Milwaukee varð þó eigi langlíft, og lágu til þess góðar og gildar ástæður, ekki sízt burtför leiðtoga félagsins og annarra Islendinga þaðan úr borg, bæði til Minnesota og Nýja Islands, en áhrifin frá þessari

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.