Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 36

Kirkjuritið - 01.03.1955, Síða 36
Séra Sigurður Norland sjötugur. Séra Sigurður Jóhannesson, er tók sér ættarnafnið Norland, er fæddur 16. marz 1885 í Hindisvík á Vatnsnesi í Húnavatnsýslu, son- ur Jóhannesar bónda þar og kaup- manns Sigurðssonar og Helgu Björnsdóttur, konu hans. Hann lauk stúdentsprófi úr Latínuskólanum í Reykjavík 1907, en fór að því loknu í árs ferðalag um Norður-Ameríku, England og Danmörku. Eftir það gekk hann í Prestaskólann og lauk þar em- bættisprófi 1911. Vígðist hann sama ár til aðstoðarprests að Hofi í Vopnafirði, en var veitt Tjörn á Vatnsnesi skömmu síðar. Var hann þá kominn í heimahagana, því að Hindisvík er í Tjarnarsókn. Þó sótti hann þaðan eftir 7 ára þjónustu um Landeyjaþing og hlaut það prestakall. Þjónaði hann því 1919 til 1922, en sótti þá aftur um Tjörn og var kosinn þar sem fyrr. Hefir hann gegnt því prestakalli síðan og lengst af átt heimili í Hindisvík. Hann átti þar meira að segja jörð og bú, meðan hann var prestur í Landeyjum, þó að hann vildi einnig kynnast sam- starfi við aðra söfnuði um hríð. Séra Sigurður hefir ekki kvænzt, en þó jafnan haft sitt heimili. Hann er mikill hyggindamaður og fer sínar götur. Fróðleiksmaður er hann, tungumálamaður mikill og vel skáld- mæltur, jafnt á ensku sem íslenzku, skemmtilegur í félagsskap og vinsæll. Kirkjuritið árnar honum heilla á sjötugsafmælinu. Séra SigurSur Norland. M. J.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.