Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 37

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 37
MAGNÚS JÓNSSON: Magdalena 1. Á fögrum og svipmiklum stað skammt frá Genesaret- vatni, spölkorn fyrir norðan Tíberías, getur að líta litla byrpingu húsa. Er staður þessi nefndur Mejdel. 1 fjallinu fyrir ofan er afar djúpt og hrikalegt gljúfur, svo þröngt, að þar ber oftast svartan skugga á, þó að allt landið sé baðað í sól. Er engu líkara en sjálft veldi myrkranna eigi sér hér ótakandi vígi, enda hafa stigamenn hafzt þarna við og verið að kalla óvinnandi, þó að herir hafi að sótt. Enn hærra uppi blasir við fagurt, en ekki mjög hátt fjall, með einkennilegum hornum, því líkustum, sem það væri nokk- urs konar kóróna þessa fagra umhverfis. En fram undan blasir við blágrænn, skínandi flötur vatnsins og mildar hlíðar fjallanna austan þess í suðrænni hitamóðu, en Hermon lyftir sínu 3000 metra háa bákni yfir hæðirnar í norðri. Hér var áður fyrri mikil borg og auðug við suðurenda hinnar þéttbyggðu Genesaretsléttu og hét Magdala. Ná- fegt norðurenda sléttunnar mun hafa staðið borgin Kaper- uaum, svo að hér hefir starfssvið Jesú verið í upphafi. Hér hefir fólkið flykkzt að prédikun hans og borið til hans sjúka. Hér er sviðið, sem frá er skýrt í Markúsar- guðspjalli, fyrsta og öðrum kapítula meðal annars. Nú er hér autt land að kalla má, en þá var hér afar Þéttbýlt. Borgin Magdala hafði á sér orð fyrir svall og óhóf. Hún bar á sér svarta blettinn, innan um skrautið og fegurðina. Konur þóttu þar ýmsar heldur fríar af sér, og Það svo, að sumir telja að nafnið Magdalena, þ. e. konan

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.