Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 39

Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 39
MAGDALENA 133 unnt að segja (Matt. 27, 56. 61; 28, 1; Mark. 15, 40. 47; 16, 1; Lúk. 24, 10). 4. María, kona Klópa, er nefnd í Jóh. 19, 25, en þar er orðinu ,,kona“ aukið við í íslenzku þýðingunni. Eftir grískunni gæti hún jafnt verið móðir eða kona Klópa eða á annan hátt við hann kennd. Hún gæti því enn verið sama konan og næst er nefnd hér að framan. I þessum tilgreinda stað er hún sögð móðursystir Jesú. 5. María, móðir Jóhannesar Markúsar (Post. 12, 18). 6. María, „sem mikið hefir erfiðað fyrir yður“ og fær kveðju frá Páli postula í Rómv. 16, 16. 7. Loks er svo María Magdalena. 3. María Magdalena er ekki oft nefnd, og nálega eingöngu í frásögnunum af upprisu Jesú og í sambandi við þær frá- sagnir. Er þetta fljótrakið. I Mark. 15, 40nn og hliðstæðu í Matt. 26, 55nn er frá því skýrt, að konur, er fylgt höfðu Jesú, hafi staðið álengd- ar og horft á andlát Jesú og síðan séð, hvar hann var greftraður. Er María Magdalena nefnd í þeim hópi. Þá er hún í öllum guðspjöllunum nefnd meðal þeirra, er fyrstar urðu vottar upprisunnar. Mark. 16, 1: María Magdalena og María móðir Jakobs og Salóme. Matt. 28, 1: María Magdalena og María hin. Lúk. 24, 10: María Magdalena og Jóhanna og María Jakobs. Jóhannesarguðspjallið sker þó hér mest úr. Það tilgreinir Maríu Magdalenu hjá krossi Krists. En mestu varðar þó Þar um sjálfa upprisufrásögnina. Segir þar (20, 1), að hún hafi komið að gröfinni, snemma, meðan enn var öimmt, að því er virðist ein, og séð að gröfin var opin. Hljóp hún þegar og segir frá þessu. Síðan er frásögnin fagra (20, 11—18) af því, er Jesús birtist henni fyrstri allra, og orðaskipti þeirra. Þessi frásögn hefir án efa lyft

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.