Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 40

Kirkjuritið - 01.03.1955, Side 40
134 KIRKJURITIÐ nafni Maríu Magdalenu hæst. Ernest Renan, hinn nafn- togaði fríhyggjumaður og ritsnillingur, sagði um hana: „Móðursjúk kona gaf heiminum upprisinn frelsara!“ En aðrir meistarar hafa gert um hana snilldarverk, svo að engin kona, sem jafn fátt er vitað um, hefir á hærra bekk setzt, nema nafna hennar, Madonna sjálf. Þá er eftir ein upprisufrásögn enn, er getur Maríu Magdalenu. Hún er í Mark. 16, 9, í upphafi viðbætisins. Er frásögnin þar í samræmi við Jóh., því að þar segir: „Og er hann var upp risinn árla hinn fyrsta dag vikunnar, birtist hann fyrst Maríu Magdalenu." En svo bætir hann við: „henni, sem hann hafði rekið út af sjö illa anda“. Hér fáum vér þá mikilvægar fregnir af þessari konu, og þær höfum vér fengið áður í Lúk. 8, 2, eina staðnum, þar sem María Magdalena er nefnd utan frásagnanna af æfi- lokum Jesú. Á þessum stað er Lúkas að skýra almennt frá starfi Jesú við Galíleuvatnið. „----hann fór borg úr borg og þorp úr þorpi, ... og með honum þeir tólf og konur nokkurar, er læknaðar höfðu verið af illum öndum og sjúkleikum: María, kölluð Magdalena, er sjö illir andar höfðu farið út af, og Jóhanna kona Kúsa, ráðsmanns Heródesar, og Súsanna og margar aðrar, sem hjálpuðu þeim með fjármunum sínum.“ Hér hefir þá ímyndunaraflinu verið gefinn heldur en ekki byr undir báða vængi, enda hafa skáldin, bæði stór og smá, notað þetta óspart um aldirnar. Biblíuskýrendur hafa ritað ýmislegt um þetta vers og skýrt nokkuð mismimandi, og skal ég ekki þreyta á því. Varla virðist þó nokkur efi á því eða ágreiningur um það, að með þessu er undir rós skýrt frá því, að María hafi verið kona á glapstigum, er komst á fund Jesú og þáði af honum lækning og meinabót og nýtt líf. Hún á ekki annað til að gefa honum en takmarkalausa fylgd og þjónustu allt til hinztu stundar, og eins og það reynd- ist: Ot yfir gröf og dauða til sjálfrar upprisunnar.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.