Kirkjuritið - 01.03.1955, Page 42
136
KIRKJURITIÐ
aftan, við fætur hans grátandi, og tók til að væta fætur
hans með tárum sínum og þerraði þá með höfuðhári sínu,
kyssti fætur hans og smurði þá með smyrslunum". Faríse-
inn hugsar með sér, að ekki sé Jesús spámannlega vaxinn,
að hann skuli ekki sjá, að kona þessi er bersyndug. Þetta
verður til þess að nokkur orð fara milli þeirra, þar sem
Jesús bendir á, hve þessi vesalings kona hafi sýnt honum
meiri kærleika en Faríseinn, og boðar henni fyrirgefningu
syndanna, og frelsun fyrir trú hennar.
Rétt á eftir er svo sagt frá Maríu Magdalenu og fleiri
konum, er fylgdu honum (Lúk. 8, 2), eins og áður er
getið.
2. Þá eru frásagnir í Mark. 14, 3—9 og Matt. 26, 6—13
um smurninguna í Betaníu. Eru þær svo líkar, að enginn
vafi er á því, að þær eru ein og sama saga, aðeins lítils-
háttar orðamunur.
Jesús liggur til borðs í húsi Símonar líkþráa. Kom þá
kona með alabastursbuðk með dýrum smyrslum (Mark.
auk þess „ómenguðum, pistikes, nardussmyrslum“) og
hellti yfir ‘höfuð honum. Þessi eyðsla hneykslaði suma,
og töldu þeir, að nær hefði verið að selja smyrslin (Matt.:
„miklu verði“, Mark.: „fyrir meira en þrjú hundruð den-
ara“) og gefa fátækum andvirðið, en Jesús ver konuna
og kveður þetta verk munu verða henni til ævarandi sóma.
3. Frásaga í Jóhannesarguðspjalli um smurningu í
Betaníu (Jóh. 12, 1—8). Jesús kemur sex dögum fyrir
páska til Betaniu og honum er búinn kveldverður, þar
sem Marta gengur um beina, en Lazarus er við staddur.
Þá tekur María systir hennar pund af „ómenguðum dýr-
um nardussmyrslum" (orðið, sem þýtt er með ,,dýrum“
á báðum stöðum er ekki sama á griskunni, en „pistikes“
er notað) og smyr fætur Jesú og þerrar þá með hári
sínu. Júdas hneykslast og spyr, hví smyrslin hafi ekki '
verið seld fyrir þrjú hundruð denara o. s. frv., en Jesús
ver konuna með svipuðum orðum og í hinum guðspjöll-
unum, þó er niðurlag orða hans ekki greint hér.