Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 43

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 43
MAGDALENA 137 Geta má þess, að í næsta kapítula á undan er frásögn Jóh. um uppvakningu Lazarusar, þar sem þessi systkini eru kynnt. 5. Áður en fleiri frásagnir eru nefndar, er rétt að athuga þessar smurningarfrásagnir. Mun það þá vera nokkurn veginn samróma álit, að frá- sögn Jóh. 12 og frásögn Mark. 16 (Matt. 26) séu af sama viðburði. Báðar gerast í Betaniu skömmu fyrir dauða Jesú, þó að þar beri á milli um daga. Mark. getur ekki nafns konunnar, enda nefnir hann hvergi Maríu þessa né þau systkini í Betaníu. Jóh. getur þess hins vegar ekki, að þetta færi fram í húsi Símonar líkþráa, þó að hann sé annars rífari á mannanöfnin. Þetta rekst þó eng- an veginn á. Símon þessi gat verið andaður, þó að húsið bæri nafn hans. Hann hefði getað verið faðir þessara systkina eða maður Mörtu. Sennilegt er, að Jesús hafi læknað hann, og hafi það verið upphaf vináttunnar. Megin munur frásagnanna er hins vegar aðferð kon- unnar. Hún er alveg eðlileg í frásögn Mark. (Matt.). Konan smyr höfuð Jesú með hinni dýru olíu, og vitanlega þerrar hún ekki smyrslin. En í frásögn Jóh. smyr hún fætur Jesú og þerrar með hári sinu. Hér er ekki aðeins megin munur, heldur er þessi aðferð konunnar mjög undarleg og ólíkleg, og að því leyti ósæmileg, að konan gerir hér það, sem engin heiðvirð kona gerði, að leysa hár sitt frammi fyrir öllum. Varla er þó unnt að efast um, að sagan er hin sama. En þá er „konan“, er Samstofna guðspjöllin segja frá, María systir Mörtu og Lazarusar. Hver fer þá réttara með? Svarið hefir verið: Samstofna guðspjöllin. Jóhannesarguðspjall er hér sem oftar, segja menn, næsta ónákvæmt í frásögn sinni. Þetta er þó ekki eins víst og út gæti litið í fyrstu og verður að athugast betur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.