Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 45
MAGDALENA 139 asar, og frásögnin er af örlagastundinni í lífi hennar, þegar hún er knúin að fótum Jesú, eða að minnsta kosti af við- burði, sem skeður mjög stuttu eftir afturhvarf hennar. Hún er þó enn með flaksandi hárið að léttúðarkvenna sið, en ást hennar til Jesú er lýst svo, að fáa mun eiga sína líka, og þá ekki síður tign Jesú við þennan fáheyrða við- burð. Og þessi viðburður hefði getað farið fram í einu af hús- unum fallegu í Magdala, og konan gæti borið heitið María og verið einmitt sú sama María Magdalena, sem Lúk. nefnir i beinu framhaldi af þessari sögu (Lúk. 8, 2). Þessi grunur styrkist einmitt og fær vissa stoð i frásögn Jóhannesar af smurningunni í Betaníu og fleiru. Maria, bersynduga konan, er komin með Jesú eða á undan honum heim til sín í Betaníu. Jesús kemur þar, og dauðinn blasir við honum. 1 kvenlegri innsýn, í ástar- innar næmleika finnur hún, að Jesús er að ganga í dauð- ann. Hún kann enn að meta dýrindis smyrsl og olíur, og hún á buðk með dæmafárri indverskri olíu. Hún vill verja henni til þess að sýna nú Jesú sína dýpstu lotningu. En í stað þess að hella oliunni yfir hár hans, stendur allt í einu fyrir hugarsjónum hennar hin dýrlega stund, gæfu- stund lífs hennar, þegar Jesús tók svari hennar í mestu niðurlægingunni og gaf henni allt. Nú sá hún tækifærið að rifja upp sína niðurlægingu og færa Jesú hina dýrleg- ustu fórn. Hún steypir olíunni, um það bil eins mikils virði og árskaup verkamanns, yfir fætur Jesú, leysir úr hári sinu, hvað sem hver segir, og umvefur fætur meistarans, „en húsið fylltist af ilmi smyrslanna“, segir sjónarvottur- inn. 6. Þá er að nefna þær tvær sögur, sem enn koma hér til greina. 1. Frásaga er í Lúksarguðspjalli 10. kap., alkunnur gimsteinn, um heimsókn Jesú í hús í „þorpi nokkru“, sem

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.