Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 47
MAGDALENA 141 7. Iiér hefir þá verið drepið á þessar frásagnir, er til greina koma, og nokkrir þræðir dregnir saman, nótin dregin að því, að allt sé sama konan, María Magdalena, María systir Mörtu og bersynduga konan í 7. kapítula Lúkasarguð- spjalls. Katólska kirkjan hefir þetta fyrir satt, og kirkjufeður geta þess, þó ekki allir með sama hætti. Hér eru vitanlega engar „sannanir" á ferð, enda ekki von á þeim. En tölu- verðar sögulegar líkur styðja þessa skoðun. 1. Bersynduga kónan smyr fætur Jesú í húsi nálægt Magdala. María hefir verið ,,bersyndug“ kona, kennd við þá sömu borg, en öðlazt nýtt líf fyrir kraftaverk af Jesú hendi. Kemur þetta heim. 2. Undarleg aðferð Maríu, systur Mörtu, við smurn- inguna í Betaníu, skýrist bezt með því, að þar sé nokkurs konar endurtekning hins viðburðarins af hendi sömu konu. 3. Kynning Maríu í sögunni af uppvakningu Lazarusar er nálega tilvitnun í hinn viðburðinn. 4. Staða Maríu á heimilinu kemur vel heim við það, sem vænta mátti af Maríu Magdalenu, svo og aðferð henn- ar öll og innræti. Það er og kostur, að hér er ekki um neinar ýkjur né helgisagnamyndun að ræða, heldur eingöngu samstillingu guðspjallafrásagnanna sjálfra. Móti því mælir í raun og veru ekkert. Hitt látum vér svo liggja milli hluta, sem skáldin hafa spunnið um þetta efni. >k Séra Árni Sigurðsson hefir verið settur prestur í Hofsprestakalli í Skagafjarðar- prófastsdæmi til næsta vors. Gjöf til Sauðanesskirkju. Séra Þórður Oddgeirsson prófastur hefir nýlega gefið Sauða- nesskirkju tvo fagra altarisstjaka til minningar um konu sína, frú Ragnheiði Þórðardóttur.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.