Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.03.1955, Blaðsíða 50
144 KIRKJURITIÐ um vinsældum að fagna meðal sjómanna og síldarfólks. Fjöldi gesta komu í heimsókn, lásu blöð og bækur, skrifuðu bréf, hlýddu á útvarp, tefldu eða spiluðu. Nutu sjómenn þarna fyrir- greiðslu með ýmsum hætti og var þeim látin öll þjónusta í té endurgjaldslaust. Þetta allt mátu sjómennirnir og sýndu hug sinn til heimilisins meðal annars með peningagjöfum. Ýmis fyrirtæki, félög og einstaklingar styrktu heimilið með fjárframlögum. Einnig naut það lítils háttar styrks úr ríkis- sjóði. Nokkrar ágætar bækur bárust því að gjöf frá tveimur bókaforlögum. í gestabók heimilisins rituðu nöfn sín um 300 manns. Það mun aðeins lítill hluti þeirra gesta, er heimilið sóttu. Þegar tekið er tillit til þess fjölda, var reglusemi og umgengni sjó- manna og annarra mjög til fyrirmyndar. Á þann hátt hafa gestirnir ef til vill bezt vottað heimilinu þakklæti sitt og virð- ingu. Engum er ljósara en þeim, sem til þekkja, hver nauðsyn er slíkrar stofnunar á Raufarhöfn. Að vísu gæti margt verið fjölbreyttara og fullkomnara í starfi heimilisins. En núverandi húsakynni leyfa ekki fjölþættari starfsemi, og starfsskilyrði eru þar að ýmsu leyti ófullnægjandi. Allt um það er þetta vísir að nýju og fullkomnara Sjómanna- heimili, sem komast þarf upp á Raufarhöfn á næstu árum. Að lokum vill undirritaður, fyrir hönd Sjómannaheimilis Raufarhafnar, biðja Kirkjuritið að færa öllum þeim þakkir, sem styrktu heimilið og studdu í fæðingunni, og hinum mörgu gestum fyrir komuna. Ingimar Ingimarsson. KIRKJURITIÐ keniur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elízabet Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.