Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 6
Æskulýðsfélag Laugarnessóknar Það var snemma vetrar 1953 að hringt var dyrabjöll- unnni hjá mér. Á tröppunum stóðu tvær stórar og mynd- arlegar stúlkur, sem ég hafði fermt tveim árum áður. Þær báru erindið upp þegar i stað. Sögðust vera komn- ar til að spyrja mig, hvort ég vildi stofna æskulýðsfélag. Ég bauð þeim inn. Við ræddum málið nánar. Þetta var upphafið að stofnun Æskulýðsfélags Laugarness-sóknar. Mér þótti þetta góð heimsókn þótt mér væri ekki ljóst til hlítar, hversu góð hún var. Þetta átti þó sína forsögu. Haustið 1952 áttum við hjónin samtal um, hversu æskilegt væri, að kirkjan næði betur til unglinganna í sókninni en orðið væri fram að þessu. Barnastarfið var með miklum blóma. Börnin fylltu kirkjuna hvern sunnudagsmorgun allan veturinn. — En eftir ferminguna virtust þau hverfa á brott og kirkjan ekki ná til þeirra, að minnsta kosti ekki í bili, á afdrifaríkasta og viðkvæmasta æviskeiðinu. Af þessu samtali spratt það, að eftir haustferminguna 1952 buðum við öllum fermingarbörnum heim til okkar eina kvöldstund. Þau komu, ég held öll, prúðbúin. Við höfðum ýmsa leiki til skemmtunar, sem þau öll tóku þátt í. Þetta virtist vekja fögnuð þeirra. Og þegar þessari sam- veru var lokið og þau höfðu öll, drengir og stúlkur, sungið sálminn, sem við vorum vön að syngja í lok hvers spurn- ingatima, bar ég fram þá spurningu, hvort þau vildu halda þessu áfram og koma heim til okkar hjónanna, drengimir annað hvert þriðjudagskvöld og stúlkurnar hitt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.