Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 32
Nauðsyn bœnarinnar, Þegar ég var lítill drengur og átti að gæta kvíánna heima, þá var það oft, sem ég bað Guð að hjálpa mér við það. Einkum þegar ærnar voru óþægar eða ég þurfti að leita þeirra fram á fjall eða í skóginum. Eg varð þess brátt áskynja, að mér óx þrek við bænina, og erfiðleikarnir urðu mér yfirstíganlegri. Sem barn setti ég það í beint samband við bænheyrslu. Ég var sann- færður um, að Guð bæði gæti og vildi hjálpa mér, þegar ég bæði hann um það. En það eru fleiri en litlir drengir, sem hrópa á hjálp, þegar eitthvað bjátar á fyrir þeim. Það eru fleiri en litlir drengir, sem finna áræði sitt vaxa við bænina. Hinn 15. apríl 1912 var stærsta skip heimsins statt í sjávarháska, 1500 manns fórst með því skipi. Þegar hættan var orðin fólki augljós, og skipið tók að síga í æðandi öldur Atlantshafsins, þá hljómaði sálmurinn „Hærra minn Guð til þín“ frá þúsundum hjartna út yfir hafið, sem seildist svölum örmum eftir bráð sinni. Sálma- söngurinn færði fólkinu hugrekki, svo að það gat óskelft horfzt í augu við hættuna og dauðann. Tæpum sextán árum síðar strandaði íslenzkur togari við Staf- nes á Reykjanesskaga, þá var þessi sami sálmur sunginn af mönnunum, sem brotsjóarnir voru að slíta úr reiða skipsins og draga niður í djúpið. Þetta voru svalir karlar, sem höfðu horfzt í augu við marga hættu, en ekki látið bugast. Nú var ekki um að villast, hver endirinn yrði, þá voru sungnir sálmar, og þeir héldu hugrekki sínu, eftir frásögn þeirra manna, sem björguðust. Það var bænin í sálminum, sem veitti þeim hugró og þrek til að taka því, sem að höndum bar. Það eru þungbær augnablik ungum og hraustum mönnum, þegar þeir sjá ekkert nema dauðann framundan, vita sig verða svipta ástvinum sínum og heimilum. — En til eru enn þung- bærari stundir — stund sálarangistarinnar —, þegar menn leita dauðans og algleymisins, en finna ekki.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.