Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 20
402 KIRKJURITIÐ stefnu, og bundust þá prestar samtökum um að stofna hver í sínu prestakalli kristileg ungmennafélög, voru fermdir unglingar einkum hafðir í huga. Þeir, sem þetta hafa gjört, hafa uppskorið af því mikla blessun. Þeir hafa talið sig stíga með því stærsta gæfusporið í prestsskap sínum og nýja og bjartari tíma renna upp .... Haldið áfram á þessari braut, og látum það vera mark- mið vort, að kristilegt félagsstarf verði með æskulýðnum í hverju prestakalli landsins." Fyrstu kynni mín af kristilegu unglingastarfi voru á ísafirði. Sem fermingarbarn gekk ég í félag, sem stofnað var af föður mínum, þá sóknarpresti þar. Annað félag var í Hnífsdal. Þetta voru drengjafélög. Síðar kom félag fyrir stúlkur á Isafirði. Það sem ávannst var, að hinir ungu yfirgáfu ekki kirkjuna. Á sunnudagskvöldum lá leiðin þangað. Fermingin varð meira en nokkurra daga hátíð. í kirkjunni á Akureyri er tiltölulega góð að- Starfið fyrir staða til unglingastarfs. Þar er kapella fyrir yngstu börnin. hundrað manns. Hún er mikið notuð. Hver einasta kirkja ætti að hafa lítinn sal til afnota fyrir hið frjálsa starf í líkingu við það, sem t. d. sænska kirkjan hefir (hin sænsku „forsamlingshjem"). Yngri deild sunnudagaskólans mætir í kapellunni hálfsmán- aðarlega. Bömin eru fimm til sex ára gömul og oft yngri. Þar eru sagðar sögur, sýndar biblíumyndir, kennd vers og sálmalög- Kennarar úr bamaskóla Akureyrar hafa séð um deildina. Lengst hefir starfað Theódór Daníelsson. Honum til aðstoðar eru stúlk- ur úr Æskulýðsfélaginu. Uppi í kirkjunni er aðalhópur skólans, böm á aldrinum sjo til þrettán ára gömul. Kirkjuklukkurnar hringja og kalla á báðar deildir, sem mæta á sama tíma. Á ellefta tímanum annan hvern sunnudagsmorgun má sjá bömin streyma til kirkjunnar. Sérhver bekkur í kirkjunni hefir númer, og Bekkjarstjóri barnið er ekki lengi að finna sæti sitt. Úr í hverjum bekk. hópi elztu barnanna eru valdir bekkjarstjór- ar. Hefir hver þeirra umsjón barna í einum bekk. Bekkjarstjóri mætir á undan þeim, merkir við þau í sér- staka bók, afhendir biblíumyndir og sér um reglu í bekknum- Þessir ungu embættismenn taka starf sitt alvarlega. Mikil sto er í þeim við stjóm skólans, sem prestamir annast. Organistinn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.