Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.11.1955, Blaðsíða 41
Séra Kristinn Stefánsson hálfsextugur Séra Kristinn Stefánsson er fæddur 22. nóv. 1900 á Brúnastöð- um í Fljótum í Skagafirði, sonur hjónanna Stefáns Péturssonar og Guðrúnar Hafliðadóttur, sem bæði voru ættuð úr þessari sumarfögru sveit, nyrzt í Skagafirði að austan. Kristinn varð stúdent úr Mennta- skóla Reykjavíkur 1924 og kandi- dat úr guðfræðideild Háskólans 1928, hvort tveggja með háum einkunnum. Fékk utanfarastyrk kandidata og dvaldi þá í Marburg ú Þýzkalandi og kynnti sér félagslega siðfræði, en ferðaðist eftir það um Norðurlönd. En nú sveigðist ævibraut hans inn á nokkuð aðrar leiðir °g þó hliðstæðar, skólamálin. Varð hann fyrst kennari í Eeykjavík og á Laugarvatni, en stjórnaði því næst Reykholts- skóla árin 1931—1939. Hvarf hann þá að því, er virðist enn fengra frá prestsstarfinu, og hefir frá þeim tíma verið starfs- uiaður og nú fulltrúi í Stjórnarráðinu. En því fer fjarri, að hann hafi verið afhuga kirkjunni, og !946 tók hann vígslu, er hann gerðist prestur fríkirkjusafn- aðarins í Hafnarfirði. Kunnastur er séra Kristinn af starfi sínu í þágu bindindis- málanna. Var hann um 11 ára skeið stórtemplar. Er hann mikill hæfileikamaður, einarður og þó mjúkur í samstarfi. Með fyrri konu sinn, Sigríði Pálsdóttur, frá Akureyri, eign- sðist hann tvo syni og eina dóttur, en missti hana unga að aldri. Síðari kona hans er Dagbjört Jónsdóttir, ættuð eins og hann úr Fljótum. Eiga þau son og dóttur. Kirkjuritið árnar honum heilla á þessum tímamótum í ®vi hans. M. Séra Kristinn Stefánsson

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.