Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Side 31

Kirkjuritið - 01.11.1955, Side 31
MANITÓBAHÁSKÓLI 413 ==^ MANITÓBAHÁSKÓLI Winnipeg, Canada 1. okt. 1955. Biskup Ásmundur Guðmundsson, Laufásveg 75, Reykjavík, Island. Kæri biskup Guðmundsson: Prófessor vor, Finnbogi Guðmundsson, hefur fært oss þau sorglegu tíðindi, að nýlega sé látinn á Islandi séra Einar Sturlaugsson, sem lagði af miklu örlæti dýran skerf til íslandsdeildar bókasafns vors. Þar sem mér eru ekki kunnug nöfn eða heimilisföng nán- ustu ættingja hans, þá rita ég yður í þeirri von, að þér skilið til þeirra samúðarkveðjum háskóla vors. Háskólinn metur mikils vinarhug og örlæti séra Einars Sturlaugssonar, en fyrir það á nú háskólinn mikinn bókakost ágætra rita íslenzkra. Gjöf hans hefir auðgað safn vort stórlega og gert það verð- mætara fyrir þá, sem það nota. Þegar hann kom hingað til þess að vera viðstaddur opnun hins nýja safns árið 1953, má fullyrða, að hann var mjög ánægður yfir, hve stórt og gott hið íslenzka bóka- safn var orðið, ekki eingöngu vegna hans höfðing- legu gjafar, heldur og gjafa margra annarra. Yðar einlægur, H. H. Saunderson, háskólarektor.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.