Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1955, Síða 44

Kirkjuritið - 01.11.1955, Síða 44
426 KIRKJURITIÐ helgað og vanhelgað umhverfi sitt með athöfnum sínum. And- inn mótar að vísu allt efni. Það má segja, að skynheimur vor allur, hafið slétt, fjöll og dalir, sé hugsun Guðs. Þetta er allt til orðið fyrir hina miklu orku, sem lögmálin skóp og lög- málum stjómar frá eilífð til eilífðar. Engum líðst það til lengd- ar að brjóta lögmálin. En hafi menn brotið lögmálin, þá er gott að leita launhelga Hóladómkirkju". ★ Þann 28. febrúar s.l. strandaði togarinn King Sol frá Grimsby í Meðallandi. Allri áhöfn togarans var bjargað af slysavarna- sveitinni í Meðallandi. Fyrsti fundur bæjarstjórnarinnar í Grimsby, sem haldinn var eftir strandið, hófst með þakkarbæn fyrir björgun skipshafnarinnar. ★ Á s.l. ári dreifði brezka Biblíufélagið 6,6 millj. eintökum af Biblíunni meðal ýmsra þjóða, og var það 700 þús. meira en árið áður. Rússland og Kína eru lokuð lönd fyrir Biblíunni, en önnur lönd austan tjalds eru enn opin eins og til dæmis Pólland, þar er útbreiðsla Biblíunnar mikil. G. Br. Gjöf til Patreksfjarðarkirkju. 1 vor sem leið voru börn á Patreksfirði í fyrsta sinni fermd í kyrtlum. Var fólk hið ánægðasta með það fyrirkomulag og þótti fermingarathöfnin fyrir þá sök enn hátíðlegri. Hafði kven- félagið Sif, undir stjórn frú Helgu Guðmundsdóttur gefið 25 kyrtla. Eiga kvenfélagskonur miklar þakkir skyldar fyrir þessa þörfu og rausnarlegu gjöf til kirkju sinnar. Séra Bragi Friðriksson hefur verið kallaður til prests að Gimli í stað séra Haralds Sigm- ars, og er nú þegar tekinn til starfa þar. Auk umfangsmikiis prestsstarfs hefur hann nú verið ráðinn ritstjóri Sameiningar- innar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.